Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2025 17:07 Viðtal sem Bruno Fernandes veitti Canal 11 hefur vakið mikla athygli Vísir/Getty Fulltrúar enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, vísa á bug fullyrðingum fyrirliðans Bruno Fernandes sem sagði það vilja þeirra sem stjórna hjá félaginu að losa sig við hann síðasta sumar. Í viðtali við Canal 11 sem Bruno fór í fyrir nokkrum vikum síðan, en er fyrst núna að líta dagsins ljós, lýsti hann því hvernig honum sárnaði það að vera ekki metinn innan félagsins er upplifun hans var sú að reyna ætti að losa hann frá félaginu. Síðastliðið sumar var mikið rætt og ritað um það hvort þessi 31 árs gamli fyrirliði Manchester United gæti verið á leiðinni til Sádi-Arabíu en sjálfur hafnaði hann þreifingum Al-Hilal þar í landi. Í umræddu viðtali við Canal 11 segist Bruno hafa viljað vera áfram hjá Manchester Untied því að hann elski félagið af öllu sínu hjarta. Hins vegar hafi það sært hann að upplifa að sú ást væri ekki gagnkvæm. Félagið virti hann ekki eins mikið. „Ég hefði geta farið frá félaginu síðasta sumar og hefði geta þénað miklu meiri peninga. Sjónarhorn félagsins var á þá leið að ef ég færi þá yrði það ekkert svo slæmt fyrir félagið. Það særði mig,“ sagði Bruno við Canal 11 og bætti við að félagið hefði viljað losa hann. „Það er ljóst í huga mínum. Ég sagði stjórnendum félagsins það en ég held þá hafi skort hugrekki til þess að taka þessa ákvörðun (að láta hann fara) vegna þess að knattspyrnustjórinn vildi ekki missa mig. Ef ég hefði tjáð þeim að ég vildi fara, þá hefðu þeir látið mig fara.“ Fullyrðingum Bruno vísa talsmenn Manchester United á bug í samtali við The Athletic. Í svari félagsins við fyrirspurn miðilsins er því haldið fram að stjórnendur Manchester United hafi komið því áleiðis til Bruno á skýran hátt að hann gegndi lykilhlutverki í áætlunum félagsins fyrir þá komandi tímabil. En ummæli Portúgalans verða þess nú valdandi að mikil umræða fer á flug varðandi framtíð hans hjá félaginu sem og samband hans við stjórnendur þess. Bruno framlengdi samning sinn við Manchester United árið 2024 til ársins 2027 og þá getur félagið framlengt þann samning um eitt ár í gegnum sérstakt ákvæði. Portúgalinn gekk í raðir Manchester United árið 2020 frá Sporting Lissabon og hefur spilað yfir þrjú hundruð leiki fyrir félagið, skorað 103 mörk og lagt upp 93. Hjá Manchester United hefur hann unnið enska bikarinn sem og enska deildarbikarinn. Enski boltinn Manchester United Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Í viðtali við Canal 11 sem Bruno fór í fyrir nokkrum vikum síðan, en er fyrst núna að líta dagsins ljós, lýsti hann því hvernig honum sárnaði það að vera ekki metinn innan félagsins er upplifun hans var sú að reyna ætti að losa hann frá félaginu. Síðastliðið sumar var mikið rætt og ritað um það hvort þessi 31 árs gamli fyrirliði Manchester United gæti verið á leiðinni til Sádi-Arabíu en sjálfur hafnaði hann þreifingum Al-Hilal þar í landi. Í umræddu viðtali við Canal 11 segist Bruno hafa viljað vera áfram hjá Manchester Untied því að hann elski félagið af öllu sínu hjarta. Hins vegar hafi það sært hann að upplifa að sú ást væri ekki gagnkvæm. Félagið virti hann ekki eins mikið. „Ég hefði geta farið frá félaginu síðasta sumar og hefði geta þénað miklu meiri peninga. Sjónarhorn félagsins var á þá leið að ef ég færi þá yrði það ekkert svo slæmt fyrir félagið. Það særði mig,“ sagði Bruno við Canal 11 og bætti við að félagið hefði viljað losa hann. „Það er ljóst í huga mínum. Ég sagði stjórnendum félagsins það en ég held þá hafi skort hugrekki til þess að taka þessa ákvörðun (að láta hann fara) vegna þess að knattspyrnustjórinn vildi ekki missa mig. Ef ég hefði tjáð þeim að ég vildi fara, þá hefðu þeir látið mig fara.“ Fullyrðingum Bruno vísa talsmenn Manchester United á bug í samtali við The Athletic. Í svari félagsins við fyrirspurn miðilsins er því haldið fram að stjórnendur Manchester United hafi komið því áleiðis til Bruno á skýran hátt að hann gegndi lykilhlutverki í áætlunum félagsins fyrir þá komandi tímabil. En ummæli Portúgalans verða þess nú valdandi að mikil umræða fer á flug varðandi framtíð hans hjá félaginu sem og samband hans við stjórnendur þess. Bruno framlengdi samning sinn við Manchester United árið 2024 til ársins 2027 og þá getur félagið framlengt þann samning um eitt ár í gegnum sérstakt ákvæði. Portúgalinn gekk í raðir Manchester United árið 2020 frá Sporting Lissabon og hefur spilað yfir þrjú hundruð leiki fyrir félagið, skorað 103 mörk og lagt upp 93. Hjá Manchester United hefur hann unnið enska bikarinn sem og enska deildarbikarinn.
Enski boltinn Manchester United Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira