„Við erum öll dauð hvort sem er“ Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2025 07:01 Þórdís Helgadóttir hefur þegar skipað sér sess sem einn af helstu rithöfundum þjóðarinnar. Nýjustu bók sína kallar hún framhjáhaldsverkefni og við komumst að því hvers vegna. vísir/vilhelm Óvænt er Þórdís Helgadóttir rithöfundur mætt með sérdeilis athyglisverða og vel út færða skáldsögu: Lausaletur. Óvænt því um er að ræða eins konar „framhjáhaldsverkefni“! Við settumst niður með Þórdísi og komumst meðal annars að því hvernig þetta má vera. Lausaletur er önnur skáldsaga Þórdísar en þrátt fyrir ungan aldur og til þess að gera stuttan feril, sem telur um áratug, hefur hún þegar skipað sér sess sem ein af helstu rithöfundum þjóðarinnar. Þú getur ekki kvartað undan viðtökunum. Armeló hlaut feykigóðar viðtökur og meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Lausaletur er tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þú hlýtur að vera kát með þetta? „Já, ég hef verið mjög lánsöm undanfarið. Það er vissulega gaman að uppskera svona vel. Fyrst og fremst gleðst ég samt yfir því að vera á þeim stað í lífinu að geta einbeitt mér að skrifum án þess að það setji allt annað í uppnám – fjölskyldu, fjárhag, geðheilsu.“ Skrifar eins og hún eigi lífið að leysa Já, var geðheilsan í hættu, spyr blaðamaðurinn og er umsvifalaust kominn í æsifréttagírinn. Þórdís hlær að þessari spurningu. „Þetta er bara svo undarlegur starfsvettvangur, enginn stöðugleiki og oft ekki gott jafnvægi milli lífs og vinnu. Ég hef oftast verið í öðru starfi meðfram skrifum og það eru margir boltar að halda á lofti. En þú hefur alltaf stefnt í þessa átt, eða hvað? „Já, það var alltaf draumurinn. Það leið dálítið langur tími þar til ég þorði að taka þetta skref, að gerast listamaður, en þá dembdi ég mér líka almennilega út í það, ef svo má segja.“ Þórdís segist heilluð af heimsendasögum, eða kannski öllu heldur hvernig þær eru sagðar.vísir/vilhelm Þórdís hugsar sig um. „Ég var 37 ára þegar fyrsta bókin mín kom út. Og mér fannst eiginlega ekki seinna vænna en að skrifa bara eins og ég ætti lífið að leysa.“ Blaðamaður hugsar með sér að þetta hljóti að teljast fínn gangur, ekki síst þegar til þess er litið að Þórdís er tveggja barna móðir með 11 og 14 ára krakka. Heilluð af því hvernig heimsendasögur eru sagðar Blaðamaður snýr talinu þess í stað að Lausaletri. Sagan gerist í ónefndri borg og í ekki svo fjarlægri framtíð. Það rignir og heimsbyggðin stendur frammi fyrir faraldri. Þetta er afar sérstök stemmning sem þú dregur upp þar. Það fyrsta sem manni dettur í hug er eins konar heimsendir? (En það er auðvitað rétt þar sem segir einhvers staðar í bókinni segir eitthvað á þá leið að það séu ekki til neinar raunverulegar heimsendaspár, ef þar að kemur verður enginn eftir til að sjá þær.) „Einmitt. Ég er heilluð af heimsendasögum, eins og svo margir. Þetta er söguefni sem nýtur endalausra vinsælda. En mig langaði sjálfa ekki til að skrifa beinlínis heimsendasögu. Ég hef meiri áhuga á því hvað við erum að gera þegar við segjum þessar sögur. Af því að þær eru í raun svo skrítnar. Þórdís segist ekki vera á móti Covid-aðgerðum, bara alls ekki.vísir/vilhelm Í Lausaletri er þetta allt bara uppi á borðum, þannig lagað. Fólk er í sjálfu sér alltaf að verða fyrir heimsendis-ígildi. Það veikist og deyr, lendir í hamförum, missir sína nánustu og svo framvegis. En ef við horfðum fram á endalok mannkynsins á jörðinni þá myndi það gerast hægt og leiðinlega. Þess vegna er ekki beint hasar í bókinni, þótt það sé undirliggjandi spenna.“ Þórdís gerir hlé á ræðu sinni og heldur svo áfram: „Já þannig að stemningin helgast svolítið af því. Aðalpersónurnar tvær mæta þessum mögulega mannkyns-tortímandi heimsfaraldri með gjörólíku viðhorfi.“ Þórdís er ekki að gagnrýna Covid-aðgerðir Þú staðsetur söguna í ekki svo fjarlægri framtíð… „Við erum varla í framtíðinni, bara rétt handan við hornið.“ Ókei. Það geisar faraldur og þú notar tækifærið og gagnrýnir alls kyns aðgerðir sem gripið var til í Covid, svo sem notkun gríma? „Ég er ekki að gagnrýna grímur! Svo það sé á hreinu. Eða covid-aðgerðir. Frekar kannski ákveðna falska öryggistilfinningu…“ Þórdís kveður fast að orði og blaðamanni líður eins og hann hafi verið að saka hana um að vera forhertur antívaxer. Þetta er mjög smekklega gert, svo það sé sagt? „Mér finnst dálítið skrítið hversu lítið hefur breyst í kjölfar Covid. Það eru svo margar hættur sem maður hélt að nú yrði kannski loksins hægt að taka á af röggsemi.“ Þórdís er ekki hrifin af skautunar-hugtalinu.vísir/vilhelm Nefnilega. Múgsefjun er hættulegt fyrirbæri. Ein persónan, sem er læknir, finnur út – hugsanlega –hvað er að gerast en hún telur ekki þess virði að láta vita? „Já, þær eru tvær sem telja sig hafa komist að sannleikanum. Silja, sem er læknir, er þá þegar tekin að veikjast og fyrir hana er það í forgangi að bregðast við eigin veikindum og reyna að ná bata. Írena stendur eftir, telur sig vita sannleikann en fær engan hljómgrunn – og fyrst við erum öll hvort sem er dauðadæmd, að hennar mati, nennir hún hreinlega ekki að taka það að sér að vera álitinn brjálaður samsæriskenningasmiður.“ Þetta ömurlega skautunarhugtak Samt er Silja hálfgerður níhilisti. Og Írena líka: „Við erum öll dauð hvort sem er“ (bls. 116). „Hahaha. Já eða svona. Þetta er líka einhver varnarháttur frammi fyrir sársaukafullum aðstæðum. Það er erfiðara að halda í vonina.“ Þetta er margslungið en mér finnst eins og þú sért að vekja máls á skautun, sem í raun hindrar niðurstöðu? „Ég hugsaði það nú ekki þannig.“ Samanber að Silja telji ekki taka því að segja frá niðurstöðum sínum? „Ég er ekki endilega hrifin af þessu skautunarhugtaki.“ Guð hvað ég er sammála þér. „Mér finnst oft þegar einblínt er á skautun að það sé horft fram hjá alvöru vandamálinu. Punkturinn þarna er kannski frekar afneitun. Að Silja lesi stöðuna þannig að það taki því ekki að fara að garga sannleikann á torgum þegar samfélagið er í afneitun, enginn mun breyta hegðun sinni.“ Stutt þögn. „Svo er þetta líka spurning um hvað maður má vera sjálfselskur. Hvort manni beri siðferðileg skylda til að fórna sér fyrir heildina? Þegar það er hvort sem er ekkert í hendi. Hún er læknir, hún hefur verið að bjarga mannslífum í áratugi, má hún ekki bara kúpla sig út og njóta þess tíma sem hún á eftir. Sjálfselska eða eigingirni er ákveðið þema út í gegnum alla söguna.“ Heilluð af tímanum Já. Eins og áður sagði, býður þetta upp á óendanlega margar hugleiðingar og blaðamaður er allt í einu farinn að tala um skautun eins og einhver lélegur pólitíkus. Hann reynir að venda sínu kvæði í kross: Mér finnst til að mynda pælingar um tímaskyn mjög athyglisverðar? Sjúkdómurinn, eða AOED, fokkar í því og þegar maður fer að spá í það fyrirbæri, þá er tíminn fyrirbæri sem erfitt er að festa hendur á? „Já, ég er með tímann á heilanum. Ég var einu sinni í doktorsnámi í heimspeki við Rutgers í Ameríku. Ég droppaði út úr því en þá heillaðist ég af tímanum. Mér finnst við eiginlega ekki skilja neitt í honum.“ Nýjasta bók hennar er afar margslungin og vekur upp mýmargar spurningar.vísir/vilhelm Einu sinni heyrði ég þá kenningu að tímaskyn væri í þráðbeinu samhengi við hjartslátt. Eftir því sem þú ert yngri og hjartað slær hraðar, þeim mun lengur er tíminn að líða. Með árunum herðist alltaf á tímanum. Nú flýgur hann eins og óð fluga. Fyrir flugu er einn dagur sem heil eilífð. „Áhugavert.“ Það er ekki að sjá að Þórdís sé að hæðast að blaðamanninum heldur virðist hún hafa raunverulegan áhuga á þessari kenningu. „Er það þannig sem hreyfing lengir lífið?“ Já, eða hjartslátturinn… „Samkvæmt afstæðiskenningunni er tíminn sambyggður við rýmið, sem er nógu skrítið. Og svo er hann afstæður. Þannig að þú getur haft tvö atvik í heiminum og það er bara spurning um sjónarhorn hvort gerðist á undan. Ég kemst ekki yfir þetta.“ Blaðamaður því síður og spyr hvort doktorsnámið hafi tapast í tímanum? „Haha, já! Eða ég er bara ekki rétta týpan til að vera fræðimaður. Það er meira gefandi að skoða þetta í gegnum skáldskapinn.“ Bókin býður upp á ótal spurningar. Til að mynda höfum við ekkert rætt um táknsæi en bókin er löðrandi í slíku? Prentsafnið, þar sem aðalsöguhetjurnar starfa, gæti til að mynda vísað til forgengileika hins ritaða orðs? „Algjörlega. Já, það eru alls konar tákn á sveimi þarna, en þau eru ekki endilega klippt og skorin. Mér, sem lesanda, leiðist svo mikið að láta mata mig á merkingu. Prentsafnið er nokkurs konar dæmi eða smámynd af mannlegri siðmenningu. Öll þessi litlu skref til „framfara“, það er að segja skilvirkni. Þessi mannlega árátta til að betrumbæta allt sem hægt er að betrumbæta endalaust.“ Vilja bara borða góðan mat Kötturinn, sem er reglulegur gestur, fulltrúi dýraríkisins, hann skiptir máli? „Hann mætir þessu öllu með tómlæti, ef ekki fyrirlitningu, en hans örlög eru samt samtvinnuð örlögum fólksins.“ Þórdís segir Svikaskáldin ekki hafa nokkurn áhuga á því að kúldrast einar uppí kvistherbergi, þær vilja borða góðan mat.vísir/vilhelm Lausaletur vísar þannig fram og til baka og í raun ekki hægt að þræla höfundinum lengur aftur á bak og áfram í því hvað hitt og þetta þýðir. Þórdís enda búin að segja að hún sem lesandi vilji ekki láta mata sig á merkingunni. Þannig að við vendum okkar kvæði í kross og nefnum Svikaskáldin, sex kvenna ljóðakollektív sem hafa sent frá sér nokkur verk. Hvernig kom þetta til? „Við vissum hver af annarri í gegnum meistaranám í ritlist. Þetta byrjaði sem smá pönk. Að hittast yfir helgi og skrifa ljóðabók og dúndra henni út, án þess að leyfa efasemdaröddunum að komast að. Ég hef dálítið gaman af því hvað fólk er alltaf hissa yfir því að við skrifum bækur saman.“ Já, ég skil ekki af hverju þetta er ekki algengara. „Hún er svo sterk þessi hugmynd um rithöfundinn sem snillinginn í turninum. Í mörgum öðrum listgreinum er samvinna normið.“ Hugmyndin um höfundinn sem verslast einn uppi í kvistherbergi. „Já, og skrifar ódauðlegu verkin sín og þjáist! Við viljum ekki þjást, við viljum borða góðan mat.“ Auðvitað. Elskar að búa í Hafnarfirði „Við gáfum út ljóðabók í fyrra, svo erum við að kenna námslínu í ritlist í Endurmenntun og stöndum fyrir viðburðum og fleira. Og hittumst og skrifum.“ Nú er það ekki svo að ég hafi nokkru sinni haft rithöfund í maganum en ég hef aldrei skilið þetta, þegar til dæmis er litið til þess að skáldskapur er margradda, hvers vegna er ekki algengara að þetta sé gert í félagi? Þórdís samsinnir þessu. „Mér finnst þetta dálítið eins og að vera í hljómsveit. Maður gerir plötu með hljómsveitinni og svo sólóplötu.“ Þórdís Helgadóttir Og þetta er ekki einasti félagsskapurinn sem þú ert í. Þú tilheyrir til að mynda hópi hafnfirskra skálda og rithöfunda? „Já, það voru framtakssöm skáld hér í bænum sem hrintu því úr vör. Flumbra heitir félagið. Ég kom svo sem ekkert að því en við erum greinilega mörg að skrifa.“ En ertu gaflari? „Nei aðflutt. Ég hef búið hér síðan 2017.“ Besti bærinn. „Já, ég skipti út miðbæ Reykjavíkur fyrir miðbæ Hafnarfjarðar. Og elska að vera hér.“ Lausaletur er „framhjáhaldsverkefni“ Sko, hvernig líkar þér að standa í þessu stússi sem fylgir útgáfu bókar? Upplestur hér og upplestur þar, á ólíklegustu stöðum og svo viðtöl eins og þetta? „Það er gaman ef maður hefur tíma. Þegar Armeló kom út var ég í dagvinnu og það var strembnara. En þetta er auðvitað fáránlegt, að sitja einn mestallt árið við tölvuna og svo koma tveir mánuðir þar sem maður þarf að vera á útopnu að kynna sig.“ Það er frekar svona … „skitsó“? „Já. En mér finnst mjög gaman að hitta lesendur og koma inn á ólíka vinnustaði. Og tala við fólk um bókmenntir eins og þig núna,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís segist vera með ótal járn í eldinum.vísir/vilhelm Ég hjó eftir því að í viðtali við Egil Helgason talaðirðu um að Lausaletur væri einhvers konar millibilsbók? Mér finnst þú gera heldur lítið úr verkinu. „Sko, já. Þetta er framhjáhaldsverkefni.“ Þú verður að útskýra þetta? „Eftir Armeló var ég að vinna í annarri skáldsögu, sem átti að vera stór og metnaðarfull, vel byggð og útpæld. En ég er svo eirðarlaus og fann mig knúna til að setja það verk aðeins í salt. Og leyfa mér að leika mér, fá innblástur af umhverfinu og elta það sem var að gerjast inni í höfðinu á mér. Útkoman er þessi bók. Þetta þýðir ekki að ég hafi ekki vandað mig! En hún er sprottin upp úr leikgleði, ef það má orða það þannig.“ Og er þá stórvirkis að vænta eftir ár? Nú kútveltist Þórdís um af hlátri. „Nei, nei, við sjáum til með það. Ég er alltaf með svo margt í gangi.“ Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Sjá meira
Óvænt því um er að ræða eins konar „framhjáhaldsverkefni“! Við settumst niður með Þórdísi og komumst meðal annars að því hvernig þetta má vera. Lausaletur er önnur skáldsaga Þórdísar en þrátt fyrir ungan aldur og til þess að gera stuttan feril, sem telur um áratug, hefur hún þegar skipað sér sess sem ein af helstu rithöfundum þjóðarinnar. Þú getur ekki kvartað undan viðtökunum. Armeló hlaut feykigóðar viðtökur og meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Lausaletur er tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þú hlýtur að vera kát með þetta? „Já, ég hef verið mjög lánsöm undanfarið. Það er vissulega gaman að uppskera svona vel. Fyrst og fremst gleðst ég samt yfir því að vera á þeim stað í lífinu að geta einbeitt mér að skrifum án þess að það setji allt annað í uppnám – fjölskyldu, fjárhag, geðheilsu.“ Skrifar eins og hún eigi lífið að leysa Já, var geðheilsan í hættu, spyr blaðamaðurinn og er umsvifalaust kominn í æsifréttagírinn. Þórdís hlær að þessari spurningu. „Þetta er bara svo undarlegur starfsvettvangur, enginn stöðugleiki og oft ekki gott jafnvægi milli lífs og vinnu. Ég hef oftast verið í öðru starfi meðfram skrifum og það eru margir boltar að halda á lofti. En þú hefur alltaf stefnt í þessa átt, eða hvað? „Já, það var alltaf draumurinn. Það leið dálítið langur tími þar til ég þorði að taka þetta skref, að gerast listamaður, en þá dembdi ég mér líka almennilega út í það, ef svo má segja.“ Þórdís segist heilluð af heimsendasögum, eða kannski öllu heldur hvernig þær eru sagðar.vísir/vilhelm Þórdís hugsar sig um. „Ég var 37 ára þegar fyrsta bókin mín kom út. Og mér fannst eiginlega ekki seinna vænna en að skrifa bara eins og ég ætti lífið að leysa.“ Blaðamaður hugsar með sér að þetta hljóti að teljast fínn gangur, ekki síst þegar til þess er litið að Þórdís er tveggja barna móðir með 11 og 14 ára krakka. Heilluð af því hvernig heimsendasögur eru sagðar Blaðamaður snýr talinu þess í stað að Lausaletri. Sagan gerist í ónefndri borg og í ekki svo fjarlægri framtíð. Það rignir og heimsbyggðin stendur frammi fyrir faraldri. Þetta er afar sérstök stemmning sem þú dregur upp þar. Það fyrsta sem manni dettur í hug er eins konar heimsendir? (En það er auðvitað rétt þar sem segir einhvers staðar í bókinni segir eitthvað á þá leið að það séu ekki til neinar raunverulegar heimsendaspár, ef þar að kemur verður enginn eftir til að sjá þær.) „Einmitt. Ég er heilluð af heimsendasögum, eins og svo margir. Þetta er söguefni sem nýtur endalausra vinsælda. En mig langaði sjálfa ekki til að skrifa beinlínis heimsendasögu. Ég hef meiri áhuga á því hvað við erum að gera þegar við segjum þessar sögur. Af því að þær eru í raun svo skrítnar. Þórdís segist ekki vera á móti Covid-aðgerðum, bara alls ekki.vísir/vilhelm Í Lausaletri er þetta allt bara uppi á borðum, þannig lagað. Fólk er í sjálfu sér alltaf að verða fyrir heimsendis-ígildi. Það veikist og deyr, lendir í hamförum, missir sína nánustu og svo framvegis. En ef við horfðum fram á endalok mannkynsins á jörðinni þá myndi það gerast hægt og leiðinlega. Þess vegna er ekki beint hasar í bókinni, þótt það sé undirliggjandi spenna.“ Þórdís gerir hlé á ræðu sinni og heldur svo áfram: „Já þannig að stemningin helgast svolítið af því. Aðalpersónurnar tvær mæta þessum mögulega mannkyns-tortímandi heimsfaraldri með gjörólíku viðhorfi.“ Þórdís er ekki að gagnrýna Covid-aðgerðir Þú staðsetur söguna í ekki svo fjarlægri framtíð… „Við erum varla í framtíðinni, bara rétt handan við hornið.“ Ókei. Það geisar faraldur og þú notar tækifærið og gagnrýnir alls kyns aðgerðir sem gripið var til í Covid, svo sem notkun gríma? „Ég er ekki að gagnrýna grímur! Svo það sé á hreinu. Eða covid-aðgerðir. Frekar kannski ákveðna falska öryggistilfinningu…“ Þórdís kveður fast að orði og blaðamanni líður eins og hann hafi verið að saka hana um að vera forhertur antívaxer. Þetta er mjög smekklega gert, svo það sé sagt? „Mér finnst dálítið skrítið hversu lítið hefur breyst í kjölfar Covid. Það eru svo margar hættur sem maður hélt að nú yrði kannski loksins hægt að taka á af röggsemi.“ Þórdís er ekki hrifin af skautunar-hugtalinu.vísir/vilhelm Nefnilega. Múgsefjun er hættulegt fyrirbæri. Ein persónan, sem er læknir, finnur út – hugsanlega –hvað er að gerast en hún telur ekki þess virði að láta vita? „Já, þær eru tvær sem telja sig hafa komist að sannleikanum. Silja, sem er læknir, er þá þegar tekin að veikjast og fyrir hana er það í forgangi að bregðast við eigin veikindum og reyna að ná bata. Írena stendur eftir, telur sig vita sannleikann en fær engan hljómgrunn – og fyrst við erum öll hvort sem er dauðadæmd, að hennar mati, nennir hún hreinlega ekki að taka það að sér að vera álitinn brjálaður samsæriskenningasmiður.“ Þetta ömurlega skautunarhugtak Samt er Silja hálfgerður níhilisti. Og Írena líka: „Við erum öll dauð hvort sem er“ (bls. 116). „Hahaha. Já eða svona. Þetta er líka einhver varnarháttur frammi fyrir sársaukafullum aðstæðum. Það er erfiðara að halda í vonina.“ Þetta er margslungið en mér finnst eins og þú sért að vekja máls á skautun, sem í raun hindrar niðurstöðu? „Ég hugsaði það nú ekki þannig.“ Samanber að Silja telji ekki taka því að segja frá niðurstöðum sínum? „Ég er ekki endilega hrifin af þessu skautunarhugtaki.“ Guð hvað ég er sammála þér. „Mér finnst oft þegar einblínt er á skautun að það sé horft fram hjá alvöru vandamálinu. Punkturinn þarna er kannski frekar afneitun. Að Silja lesi stöðuna þannig að það taki því ekki að fara að garga sannleikann á torgum þegar samfélagið er í afneitun, enginn mun breyta hegðun sinni.“ Stutt þögn. „Svo er þetta líka spurning um hvað maður má vera sjálfselskur. Hvort manni beri siðferðileg skylda til að fórna sér fyrir heildina? Þegar það er hvort sem er ekkert í hendi. Hún er læknir, hún hefur verið að bjarga mannslífum í áratugi, má hún ekki bara kúpla sig út og njóta þess tíma sem hún á eftir. Sjálfselska eða eigingirni er ákveðið þema út í gegnum alla söguna.“ Heilluð af tímanum Já. Eins og áður sagði, býður þetta upp á óendanlega margar hugleiðingar og blaðamaður er allt í einu farinn að tala um skautun eins og einhver lélegur pólitíkus. Hann reynir að venda sínu kvæði í kross: Mér finnst til að mynda pælingar um tímaskyn mjög athyglisverðar? Sjúkdómurinn, eða AOED, fokkar í því og þegar maður fer að spá í það fyrirbæri, þá er tíminn fyrirbæri sem erfitt er að festa hendur á? „Já, ég er með tímann á heilanum. Ég var einu sinni í doktorsnámi í heimspeki við Rutgers í Ameríku. Ég droppaði út úr því en þá heillaðist ég af tímanum. Mér finnst við eiginlega ekki skilja neitt í honum.“ Nýjasta bók hennar er afar margslungin og vekur upp mýmargar spurningar.vísir/vilhelm Einu sinni heyrði ég þá kenningu að tímaskyn væri í þráðbeinu samhengi við hjartslátt. Eftir því sem þú ert yngri og hjartað slær hraðar, þeim mun lengur er tíminn að líða. Með árunum herðist alltaf á tímanum. Nú flýgur hann eins og óð fluga. Fyrir flugu er einn dagur sem heil eilífð. „Áhugavert.“ Það er ekki að sjá að Þórdís sé að hæðast að blaðamanninum heldur virðist hún hafa raunverulegan áhuga á þessari kenningu. „Er það þannig sem hreyfing lengir lífið?“ Já, eða hjartslátturinn… „Samkvæmt afstæðiskenningunni er tíminn sambyggður við rýmið, sem er nógu skrítið. Og svo er hann afstæður. Þannig að þú getur haft tvö atvik í heiminum og það er bara spurning um sjónarhorn hvort gerðist á undan. Ég kemst ekki yfir þetta.“ Blaðamaður því síður og spyr hvort doktorsnámið hafi tapast í tímanum? „Haha, já! Eða ég er bara ekki rétta týpan til að vera fræðimaður. Það er meira gefandi að skoða þetta í gegnum skáldskapinn.“ Bókin býður upp á ótal spurningar. Til að mynda höfum við ekkert rætt um táknsæi en bókin er löðrandi í slíku? Prentsafnið, þar sem aðalsöguhetjurnar starfa, gæti til að mynda vísað til forgengileika hins ritaða orðs? „Algjörlega. Já, það eru alls konar tákn á sveimi þarna, en þau eru ekki endilega klippt og skorin. Mér, sem lesanda, leiðist svo mikið að láta mata mig á merkingu. Prentsafnið er nokkurs konar dæmi eða smámynd af mannlegri siðmenningu. Öll þessi litlu skref til „framfara“, það er að segja skilvirkni. Þessi mannlega árátta til að betrumbæta allt sem hægt er að betrumbæta endalaust.“ Vilja bara borða góðan mat Kötturinn, sem er reglulegur gestur, fulltrúi dýraríkisins, hann skiptir máli? „Hann mætir þessu öllu með tómlæti, ef ekki fyrirlitningu, en hans örlög eru samt samtvinnuð örlögum fólksins.“ Þórdís segir Svikaskáldin ekki hafa nokkurn áhuga á því að kúldrast einar uppí kvistherbergi, þær vilja borða góðan mat.vísir/vilhelm Lausaletur vísar þannig fram og til baka og í raun ekki hægt að þræla höfundinum lengur aftur á bak og áfram í því hvað hitt og þetta þýðir. Þórdís enda búin að segja að hún sem lesandi vilji ekki láta mata sig á merkingunni. Þannig að við vendum okkar kvæði í kross og nefnum Svikaskáldin, sex kvenna ljóðakollektív sem hafa sent frá sér nokkur verk. Hvernig kom þetta til? „Við vissum hver af annarri í gegnum meistaranám í ritlist. Þetta byrjaði sem smá pönk. Að hittast yfir helgi og skrifa ljóðabók og dúndra henni út, án þess að leyfa efasemdaröddunum að komast að. Ég hef dálítið gaman af því hvað fólk er alltaf hissa yfir því að við skrifum bækur saman.“ Já, ég skil ekki af hverju þetta er ekki algengara. „Hún er svo sterk þessi hugmynd um rithöfundinn sem snillinginn í turninum. Í mörgum öðrum listgreinum er samvinna normið.“ Hugmyndin um höfundinn sem verslast einn uppi í kvistherbergi. „Já, og skrifar ódauðlegu verkin sín og þjáist! Við viljum ekki þjást, við viljum borða góðan mat.“ Auðvitað. Elskar að búa í Hafnarfirði „Við gáfum út ljóðabók í fyrra, svo erum við að kenna námslínu í ritlist í Endurmenntun og stöndum fyrir viðburðum og fleira. Og hittumst og skrifum.“ Nú er það ekki svo að ég hafi nokkru sinni haft rithöfund í maganum en ég hef aldrei skilið þetta, þegar til dæmis er litið til þess að skáldskapur er margradda, hvers vegna er ekki algengara að þetta sé gert í félagi? Þórdís samsinnir þessu. „Mér finnst þetta dálítið eins og að vera í hljómsveit. Maður gerir plötu með hljómsveitinni og svo sólóplötu.“ Þórdís Helgadóttir Og þetta er ekki einasti félagsskapurinn sem þú ert í. Þú tilheyrir til að mynda hópi hafnfirskra skálda og rithöfunda? „Já, það voru framtakssöm skáld hér í bænum sem hrintu því úr vör. Flumbra heitir félagið. Ég kom svo sem ekkert að því en við erum greinilega mörg að skrifa.“ En ertu gaflari? „Nei aðflutt. Ég hef búið hér síðan 2017.“ Besti bærinn. „Já, ég skipti út miðbæ Reykjavíkur fyrir miðbæ Hafnarfjarðar. Og elska að vera hér.“ Lausaletur er „framhjáhaldsverkefni“ Sko, hvernig líkar þér að standa í þessu stússi sem fylgir útgáfu bókar? Upplestur hér og upplestur þar, á ólíklegustu stöðum og svo viðtöl eins og þetta? „Það er gaman ef maður hefur tíma. Þegar Armeló kom út var ég í dagvinnu og það var strembnara. En þetta er auðvitað fáránlegt, að sitja einn mestallt árið við tölvuna og svo koma tveir mánuðir þar sem maður þarf að vera á útopnu að kynna sig.“ Það er frekar svona … „skitsó“? „Já. En mér finnst mjög gaman að hitta lesendur og koma inn á ólíka vinnustaði. Og tala við fólk um bókmenntir eins og þig núna,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís segist vera með ótal járn í eldinum.vísir/vilhelm Ég hjó eftir því að í viðtali við Egil Helgason talaðirðu um að Lausaletur væri einhvers konar millibilsbók? Mér finnst þú gera heldur lítið úr verkinu. „Sko, já. Þetta er framhjáhaldsverkefni.“ Þú verður að útskýra þetta? „Eftir Armeló var ég að vinna í annarri skáldsögu, sem átti að vera stór og metnaðarfull, vel byggð og útpæld. En ég er svo eirðarlaus og fann mig knúna til að setja það verk aðeins í salt. Og leyfa mér að leika mér, fá innblástur af umhverfinu og elta það sem var að gerjast inni í höfðinu á mér. Útkoman er þessi bók. Þetta þýðir ekki að ég hafi ekki vandað mig! En hún er sprottin upp úr leikgleði, ef það má orða það þannig.“ Og er þá stórvirkis að vænta eftir ár? Nú kútveltist Þórdís um af hlátri. „Nei, nei, við sjáum til með það. Ég er alltaf með svo margt í gangi.“
Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Sjá meira