Golf

Mótið hálfnað og Guð­rún Brá enn í mjög góðri stöðu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ríkjandi Íslandsmeistarinn er í góðum málum í Marokkó. 
Ríkjandi Íslandsmeistarinn er í góðum málum í Marokkó.  Getty/Charles McQuillan

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var ein af fimm efstu kylfingunum þegar annar keppnisdagurinn af fjórum hófst á lokaúrtökumótinu í Marokkó fyrir Evrópumótaröðina í golfi, en féll aðeins niður listann í dag.

Guðrún Brá fór hringinn í gær á fimm höggum undir pari en hélt sér akkúrat á pari í dag, kláraði hringinn á 72 höggum og situr nú í nítjánda sætinu ásamt fimm öðrum. 

Hún er þó enn í mjög góðri stöðu því efstu tuttugu keppendurnir, eða fleiri ef kylfingar enda jafnir, fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári.

Skera þurfti einn keppnisdag af mótinu vegna veðurs þannig að úrtökumótið er nú hálfnað og næstu tveir dagar munu skera úr um hvort Guðrún eða hinir Íslendingarnir komist inn.

Andrea Bergsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru á pari eftir hringina tvo og sitja jafnar öðrum í 77. sæti.

Hulda Clara Gestsdóttir er fimm höggum yfir pari eftir tvo hringi og situr í 132. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×