Innlent

Hinar látnu voru að heim­sækja dreng í með­ferð í Suður-Afríku

Agnar Már Másson skrifar
Fjölskyldumeðlimir drengs sem staddur var í meðferð í Suður-Afríku létsut í slysi í landinu. 
Fjölskyldumeðlimir drengs sem staddur var í meðferð í Suður-Afríku létsut í slysi í landinu. 

Íslendingarnir sem létust í slysi í Suður-Afríku í vikunni voru þar til að heimsækja íslenskan dreng í meðferð. Systir drengsins og föðuramma létust í slysinu, en faðir hans liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

„Við erum harmi slegin og engin orð fá lýst þeirri sorg sem fjölskyldan gengur nú í gegnum,“ kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.

Þar segir að farþegar í bifreiðinni hafi verið fjölskyldumeðlimir drengs sem staddur væri í meðferð á meðferðarheimilinu Healing Wings.

Fjölskyldan hafi ferðast til Suður-Afríku til að eyða jólunum með drengnum og fara með jólagjafir til drengjanna sem þar dvelja. 

„Hugur okkar er hjá nánustu ættingjum,“ er bætt við í yfirlýsingunni. „Við biðlum til fjölmiðla að veita fjölskyldumeðlimum og öðrum aðstandendum frið á þessum ólýsanlega erfiðu tímum og forðast óþarfa fréttaflutning um málið. Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×