Fótbolti

Katla skoraði annan leikinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katla Tryggvadóttir hefur skorað í tveimur leikjum í röð.
Katla Tryggvadóttir hefur skorað í tveimur leikjum í röð. getty/Jari Pestelacci

Íslendingaliðin Fiorentina og Inter tryggðu sér í dag sæti í átta liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í fótbolta.

Katla Tryggvadóttir skoraði mark Fiorentina sem gerði 1-1 jafntefli við Bologna á útivelli. Úrslit leiksins réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Flórensliðið hafði betur, 2-4.

Katla skoraði eitt mark og lagði upp annað í 1-3 sigri Fiorentina á Como í ítölsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og hélt uppteknum hætti í dag.

Á þessu tímabili hefur Katla skorað þrjú mörk fyrir Fiorentina í öllum keppnum.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð á milli stanganna hjá Inter sem sigraði Como, 1-2. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×