Fótbolti

Al­vöru inn­koma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik

Aron Guðmundsson skrifar
Kjartan Már eftir leikinn gegn Celtic í dag. Þrátt fyrir tap er um frábæra frumraun að ræða hjá Íslendingnum knáa
Kjartan Már eftir leikinn gegn Celtic í dag. Þrátt fyrir tap er um frábæra frumraun að ræða hjá Íslendingnum knáa Vísir/Getty

Kjartan Már Kjartansson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik gegn stórliði Celtic í skosku úrvalsdeildinni í gær og átti stoðsendingu í eina marki Aberdeen í 3-1 tapi. Þetta var fyrsti leikur Kjartans fyrir félagið.

Íslendingurinn kom inn á þegar um 68 mínútur voru liðnar af leiknum og innan við tíu mínútum frá því að hann kom inn á var Kjartan búinn að leggja upp jöfnunarmark Aberdeen fyrir Kenan Bilalovic. Aberdeen var á þessum tímapunkti leiksins einum manni færri eftir að Dylan Lobban hafði verið rekinn af velli í fyrri hálfleik.

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Celtic í síðustu leikjum eftir að Wilfried Nancy tók við stjórnartaumunum hjá liðinu af Martin O´Neill en Celtic tókst hins vegar að skora tvö mörk til viðbótar á Aberdeen og tryggja sér 3-1 sigur, þann fyrsta sigur undir stjórn Nancy. 

Með sigrinum styrkir Celtic stöðu sína í 2.sæti deildarinnar og er liðið nú með 35 stig, sex stigum á eftir toppliði Hearts en á leik til góða. Aberdeen er í 6.sæti deildarinnar með 24 stig.

Frábær innkoma hjá hinum 19 ára gamla Kjartani sem gekk í raðir Aberdeen í sumar frá Stjörnunni. Þetta var fyrsti leikur hans fyrir félagið og átti hann alvöru innkomu eftir að hafa þurft að verma varamannabekkinn ansi lengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×