Bíó og sjónvarp

Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Matt Damon í hlutverki sínu sem Ódysseifur.
Matt Damon í hlutverki sínu sem Ódysseifur.

Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni.

Tökur fóru fram á Suðurlandi en um er að ræða þriðja skiptið sem leikstjórinn tekur upp kvikmynd sína hérlendis, áður tók hann upp Batman Begins og Interstellar hér. Matt Damon fer með hlutverk Ódysseifs sem í kviðunni var konungur á eynni Íþöku. Fjallar kviðan um heimför hans eftir Trójustríðið sem tók tíu ár og var mikið ævintýri.

Um er að ræða stjörnum prýdda mynd sem skartar meðal annars Matt Damon, Tom Holland, Zendaya, Anne Hathaway og Lupita Nyong'o í helstu hlutverkum. Síðasta sumar sást til Zendaya í miðbænum auk leikarans Eliott Page sem frumsýndi nýja kærustu með mynd á Instagram sem tekin var á Skólavörðustíg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.