Innlent

Ýmis ráð til taugatrekktra á Þor­láks­messu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Guðrún minnir fólk á að kærleikur vinni vel gegn streitu. 
Guðrún minnir fólk á að kærleikur vinni vel gegn streitu. 

Streita, pirringur og reiði hefur gert vart við sig í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í aðdraganda jóla og dæmi eru um að menn hafi sent hvor öðrum puttann. Sálfræðingur segir nokkur ráð vera til gegn jólastressinu.

Nú er örstutt í jól, umferðin er þung og þráðurinn hann getur verið ansi stuttur. Og dæmi um það mátti sjá á Miklubraut fyrir tveimur dögum síðan þegar ökumaður ætlaði að koma sér fram fyrir langa bílaröð en annar ökumaður hélt nú ekki og sendi viðkomandi fingurinn. 

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir sálfræðingur segir augljóst að jólin feli í sér mikið álag fyrir flesta og það nái gjarnan hámarki á Þorláksmessu. „Við verðum auðvitað bara stressaðri þegar álagið er of mikið og það eru bara líffræðileg viðbrögð að við erum þá með styttri þráð.“

Ekki farið varhluta af streitunni

Lögregla hefur ekki farið varhluta af streitunni sem birtist gjarnan í reiði ökumanna og hefur í samtali við fréttastofu biðlað til allra vegfarenda um að sýna hvor öðrum tillitssemi. Guðrún segir ýmis ráð gegn streitunni yfir jólahátíðina.

„Að huga svolítið vel að streitustjórnun. Þá reynum við að draga úr streituvöldum með því til dæmis að eyða ekki orku í það sem við höfum ekki stjórn á, eins og umferðinni, eins og veðrinu og mörgu öðru sem er að gerast í lífinu.“

„Styrkja tengslin við fólkið sem stendur okkur næst og boðskapur jólanna er kærleikur og ein góð streituvörn er að vera kærleiksríkur og vera góð við hvort annað. Það er gott. Þannig getum við minnkað stressið.“

Þannig sé hægt að styrkja streituvarnir og það sé hægt með ýmsu móti. „Styrkja tengslin við fólkið sem stendur okkur næst og boðskapur jólanna er kærleikur og ein góð streituvörn er að vera kærleiksríkur og vera góð við hvort annað. Það er gott. Þannig getum við minnkað stressið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×