Innlent

Björgunar­sveitin kölluð út í fokverkefni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Björgunarsveitin sinnir ýmis konar verkefnum. Myndir er úr safni.
Björgunarsveitin sinnir ýmis konar verkefnum. Myndir er úr safni. Vísir/Viktor Freyr

Björgunarsveitirnar á Dalvík og Akureyri voru kallaðar út í morgun til að sinna nokkrum minniháttar fokverkefnum. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi.

Að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, voru sveitirnar tvær kallaðar út vegna minniháttar verkefna sem komu til vegna roks.

Meðal annars aðstoðuðu þær bónda en þakplötur fuku af hlöðu hans í Eyjafirðinum.

Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru nú í gildi víða um land og verða í gildi fram að hádegi á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×