Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. desember 2025 10:01 Börn undir fimmtán ára aldri fá ekki að nota samfélagsmiðla verði af banninu. Getty Norsk stjórnvöld skoða að setja á samfélagsmiðlabann fyrir börn undir fimmtán ára aldri. Þau feta þar með í fótspor Dana og Ástrala. Norsk yfirvöld segja bannið vera í þágu andlegrar heilsu barnanna auk þess sem það verndi þau frá markaðsvöldum og glæpsamlegu athæfi. Rökstuðningurinn á móti er að börnin hafi rétt á að tjá sig og kynnast öðru fólki. Samkvæmt könnun sem YLE birti styðja Norðmenn almennt breytinguna, eða þrír fjórðu. Yfir helmingur þátttakenda vildi hækka aldurstakmarkið upp í fimmtán ár, úr þrettán árum. Helge Kvamsås, ráðuneytisstjóri í norska barna- og fjölskyldumálaráðuneytinu, segir þó að tæknin þurfi að vera til staðar til að hægt sé að fylgja eftir banninu. Einhvern veginn þurfi að vera hægt að athuga aldur notenda samfélagsmiðilsins. „Það þarf að athuga aldurinn einhvern veginn. Það er ekki lengur nóg að haka í reit,“ segir Kvamsås. Fleiri ríki á sömu slóðum Sambærilegt samfélagsmiðlabann tók gildi í byrjun desember fyrir börn yngri en sextán ára og varð þar með fyrsta landið í heiminum til að setja á slíkt bann. Tæknirisarnir, á borð við Meta, eru ábyrgir fyrir því að notendur samfélagsmiðlanna séu eldri en sextán ára. Gangist þeir ekki við eftirlitinu geta þeir átt von á fjögurra milljarða króna sekt. Meðal samfélagsmiðlanna eru Facebook, Instagram, Snapchat, YouTube og TikTok. Í byrjun nóvember komu danskir þingmenn sér saman um lög sem banna börnum undir fimmtán ára að nota samfélagsmiðla. Hins vegar mega þrettán ára börn vera með reikning að gefnu leyfi foreldra sinna. „Þetta er um jafnvægi á milli þess sem við getum gert með lagasetningu og þeirri staðreynd að fjölskyldur þurfa að fá sitt eigið rými,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, um nýju lögin. Álíka reglur voru einnig lagðar til í þingsályktunartillögu Skúla Braga Geirdal á Alþingi. Hann, sem er varaþingmaður Framsóknarflokksins, vildi að aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum yrði hækkað upp í fimmtán ár. Noregur Ástralía Danmörk Samfélagsmiðlar Meta TikTok Facebook Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Norsk yfirvöld segja bannið vera í þágu andlegrar heilsu barnanna auk þess sem það verndi þau frá markaðsvöldum og glæpsamlegu athæfi. Rökstuðningurinn á móti er að börnin hafi rétt á að tjá sig og kynnast öðru fólki. Samkvæmt könnun sem YLE birti styðja Norðmenn almennt breytinguna, eða þrír fjórðu. Yfir helmingur þátttakenda vildi hækka aldurstakmarkið upp í fimmtán ár, úr þrettán árum. Helge Kvamsås, ráðuneytisstjóri í norska barna- og fjölskyldumálaráðuneytinu, segir þó að tæknin þurfi að vera til staðar til að hægt sé að fylgja eftir banninu. Einhvern veginn þurfi að vera hægt að athuga aldur notenda samfélagsmiðilsins. „Það þarf að athuga aldurinn einhvern veginn. Það er ekki lengur nóg að haka í reit,“ segir Kvamsås. Fleiri ríki á sömu slóðum Sambærilegt samfélagsmiðlabann tók gildi í byrjun desember fyrir börn yngri en sextán ára og varð þar með fyrsta landið í heiminum til að setja á slíkt bann. Tæknirisarnir, á borð við Meta, eru ábyrgir fyrir því að notendur samfélagsmiðlanna séu eldri en sextán ára. Gangist þeir ekki við eftirlitinu geta þeir átt von á fjögurra milljarða króna sekt. Meðal samfélagsmiðlanna eru Facebook, Instagram, Snapchat, YouTube og TikTok. Í byrjun nóvember komu danskir þingmenn sér saman um lög sem banna börnum undir fimmtán ára að nota samfélagsmiðla. Hins vegar mega þrettán ára börn vera með reikning að gefnu leyfi foreldra sinna. „Þetta er um jafnvægi á milli þess sem við getum gert með lagasetningu og þeirri staðreynd að fjölskyldur þurfa að fá sitt eigið rými,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, um nýju lögin. Álíka reglur voru einnig lagðar til í þingsályktunartillögu Skúla Braga Geirdal á Alþingi. Hann, sem er varaþingmaður Framsóknarflokksins, vildi að aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum yrði hækkað upp í fimmtán ár.
Noregur Ástralía Danmörk Samfélagsmiðlar Meta TikTok Facebook Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira