Fótbolti

Enn tapa Albert og fé­lagar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bras Fiorentina heldur áfram.
Bras Fiorentina heldur áfram. Image Photo Agency/Getty Images

Sigurhrina Fiorentina á Ítalíu teygðist ekki í meira en einn leik og liðið áfram límt við botn A-deildarinnar eftir 1-0 tap fyrir Parma í dag.

Fiorentina heimsótti Parma eftir jólahátíðina en hafði unnið fyrsta leik liðsins í vetur þann 21. desember þegar þeir fjólubláu unnu frábæran 5-1 sigur á Udinese. Eftir langþráðan sigur tókst þó ekki að tengja tvo saman.

Danski miðjumaðurinn Oliver Sörensen skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu í 1-0 heimasigri Parma.

Albert Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Fiorentina í framlínunni með ítalska landsliðsmanninum Moise Kean. Hvorugum tókst að setja mark sitt á leikinn og hefur Albert verið orðaður við brottför í janúar.

Fiorentina er sem fyrr á botni ítölsku A-deildarinnar með níu stig eftir 17 leiki, tveimur frá Pisa sem er sæti ofar og fimm stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×