Körfubolti

Tapaði fyrir Barcelona

Valur Páll Eiríksson skrifar
Tryggvi skoraði sjö stig í kvöld.
Tryggvi skoraði sjö stig í kvöld. Borja B. Hojas/Getty Images

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Bilbao Basket þurftu að þola tap fyrir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Bilbao hóf leik dagsins betur og leiddi eftir fyrsta leikhlutann, 25-16, en Börsungar svöruðu fyrir sig í öðrum leikhluta.

Leikurinn var jafn og munurinn á liðunum á bilinu 2-4 stig lengst af. Barcelona var hins vegar sterkara á lokakaflanum eftir að hafa verið skrefi á undan í fjórða leikhluta.

Munurinn varð að endingu fimm stig, 71-66 fyrir Barcelona.

Willy Hernangomez var stigahæstur á vellinum með 19 stig fyrir Barcelona en Tryggvi Snær skoraði sjö stig og tók sex fráköst.

Bilbao er í níunda sæti deildarinnar eftir tapið með fimm sigra og sex töp í ellefu leikjum. Átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×