Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2025 11:46 Myndefni frá Tyrklandi bendir til þess að átökin hafi verið nokkuð umfangsmikil. Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og sex vígamenn Íslamska ríkisins liggja í valnum eftir bardaga þeirra á milli í Tyrklandi í morgun. Átta lögregluþjónar og öryggisvörður eru særðir eftir átökin, sem áttu sér stað í Elmali, suður af Istanbul. Lögregluþjónar eru sagðir hafa gert áhlaup á hús þar sem vígamennirnir héldu til. Þar kom til átaka milli lögregluþjóna og vígamanna en AP fréttaveitan hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að áhlaupið í Elmali hafi verið eitt af rúmlega hundrað sambærilegum aðgerðum gegn ISIS víðsvegar um Tyrkland. Skotbardaginn er sagður hafa byrjað í nótt þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu klukkan tvö að staðartíma. Allir lögregluþjónarnir þrír sem féllu voru skotnir inn í húsinu. Svo virðist sem umsátur hafi þá byrjað en myndband sem hefur verið í dreifingu í morgun ku sýna lögregluþjóna í viðræðum við vígamenn um að gefast upp. Turkish police repeatedly tried to get children out safely as ISIS terrorists used them as human shields during the operation:“Send the child. We don’t kill children. It’s a holy day, let no one’s nose bleed.” https://t.co/EesAXkO5LF pic.twitter.com/g6h14YFQBR— Clash Report (@clashreport) December 29, 2025 Allir vígamennirnir voru tyrkneskir. Auk þeirra segir ráðherrann að fimm konur og sex börn hafi verið í húsinu. Þau munu öll hafa lifað átökin af. Fimm eru sagðir hafa verið handteknir. Íslamska ríkið hefur alltaf verið talið tiltölulega umsvifamikið í Tyrklandi. Vígamenn samtakanna hafa gert árásir þar í landi og skutu meðal annars 39 til bana á skemmtistað í Istanbúl á nýársdag 2017. Þá er Tyrkland af sérfræðingum talið notað sem nokkurs konar miðstjórn fyrir anga samtakanna víðsvegar um heiminn. Í síðustu viku gerðu yfirvöld í Tyrklandi sambærilega rassíu, þegar farið var í áhlaup víðsvegar um landið og voru 115 meintir ISIS-liðar handteknir. Þeir eru sagðir hafa komið að því að skipuleggja árásir sem áttu að beinast gegn hátíðahöldum um jólin og áramótin. It seems like the largest battle with Islamic State in years for Turkey. At least 3 policemen were killed, nine injured. Six Islamic State members were shot dead by the Turks. A whole Elmalik village in Yalova province was put on lockdown. The operation is ongoing. #Turkey pic.twitter.com/jamrUAjrah— Paweł Wójcik 🦋 (@SaladinAlDronni) December 29, 2025 Heavy clashes occurred in Yalova between Turkish security sources and ISIS militants. https://t.co/0vQIiPRZ6a pic.twitter.com/Io0yrgpEg1— Levent Kemal (@leventkemaI) December 29, 2025 Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Þar kom til átaka milli lögregluþjóna og vígamanna en AP fréttaveitan hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að áhlaupið í Elmali hafi verið eitt af rúmlega hundrað sambærilegum aðgerðum gegn ISIS víðsvegar um Tyrkland. Skotbardaginn er sagður hafa byrjað í nótt þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu klukkan tvö að staðartíma. Allir lögregluþjónarnir þrír sem féllu voru skotnir inn í húsinu. Svo virðist sem umsátur hafi þá byrjað en myndband sem hefur verið í dreifingu í morgun ku sýna lögregluþjóna í viðræðum við vígamenn um að gefast upp. Turkish police repeatedly tried to get children out safely as ISIS terrorists used them as human shields during the operation:“Send the child. We don’t kill children. It’s a holy day, let no one’s nose bleed.” https://t.co/EesAXkO5LF pic.twitter.com/g6h14YFQBR— Clash Report (@clashreport) December 29, 2025 Allir vígamennirnir voru tyrkneskir. Auk þeirra segir ráðherrann að fimm konur og sex börn hafi verið í húsinu. Þau munu öll hafa lifað átökin af. Fimm eru sagðir hafa verið handteknir. Íslamska ríkið hefur alltaf verið talið tiltölulega umsvifamikið í Tyrklandi. Vígamenn samtakanna hafa gert árásir þar í landi og skutu meðal annars 39 til bana á skemmtistað í Istanbúl á nýársdag 2017. Þá er Tyrkland af sérfræðingum talið notað sem nokkurs konar miðstjórn fyrir anga samtakanna víðsvegar um heiminn. Í síðustu viku gerðu yfirvöld í Tyrklandi sambærilega rassíu, þegar farið var í áhlaup víðsvegar um landið og voru 115 meintir ISIS-liðar handteknir. Þeir eru sagðir hafa komið að því að skipuleggja árásir sem áttu að beinast gegn hátíðahöldum um jólin og áramótin. It seems like the largest battle with Islamic State in years for Turkey. At least 3 policemen were killed, nine injured. Six Islamic State members were shot dead by the Turks. A whole Elmalik village in Yalova province was put on lockdown. The operation is ongoing. #Turkey pic.twitter.com/jamrUAjrah— Paweł Wójcik 🦋 (@SaladinAlDronni) December 29, 2025 Heavy clashes occurred in Yalova between Turkish security sources and ISIS militants. https://t.co/0vQIiPRZ6a pic.twitter.com/Io0yrgpEg1— Levent Kemal (@leventkemaI) December 29, 2025
Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira