Fyrsta fórnarlambið nafngreint Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2026 08:57 Emanuele Galeppini sótti staðinn Le Constellation Bar and Lounge á nýársnótt. AP Golfsamband Ítalíu hefur staðfest að Emanuele Galeppini, sautján ára kylfingur sem hefur verið búsettur í Dúbaí, hafi farist í eldsvoðanum á skemmtistað í svissneska skíðabænum Crans-Montana á nýársnótt. Galeppini er fyrsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint opinberlega en um fjörutíu manns fórust í brunanum. Í færslu ítalska golfsambandsins segir að Galeppini hafi verið ungur iðkandi sem hafi spilað golf af mikilli ástríðu. Stjórnvöld í Sviss lýstu í dag yfir fimm daga þjóðarsorg vegna málsins, en auk þeirra sem fórust er áætlað að um 115 manns hafi slasast. Unnið er að því að bera kennsl á látnu og segir lögregla það muni taka daga og jafnvel vikur. Tilkynning um eldsvoðann og mikinn eld kom um klukkan hálf tvö á nýársnótt að staðartíma þar sem nýársfögnuður stóð yfir á skemmtistaðnum, en hann var vinsæll meðal ungs fólks. Ekki hefur verið staðfest hvað olli eldsvoðanum, en vitni hafa lýst því hvernig barþjónn hafi haldið á samstarfsmanni á háhesti á meðan sá hafi haldið á stjörnuljósi eða blysi sem búið var að kveikja á. Þá er einnig grunur um að flugeldar sem notaðir hafi verið í tengslum við tónleika í kjallara staðarins hafi valdið sprengingu og eldsvoða. Yfirvöld segja rannsókn á eldsvoðanum meðal annars munu ná til þess hvort öryggiskröfur voru uppfylltar og hvort neyðarútgangar voru í samræmi við reglur. View this post on Instagram A post shared by federazioneitalianagolf (@federazioneitalianagolf) Le Constellation opnaði árið 2015 og rúmaði um það bil 300 manns. Staðurinn var vinsæll meðal unga fólksins sem heimsótti skíðabæinn og þekktur fyrir að horfa í gegnum fingur sér þegar kom að því að hleypa einstaklingum undir aldri inn. Sviss Eldsvoði á skemmtistað í Sviss á nýársnótt Tengdar fréttir Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Tahirys Dos Santos, 19 ára leikmaður franska félagsins Metz, var meðal þeirra sem slösuðust í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í gærnótt. 2. janúar 2026 08:04 Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu. 2. janúar 2026 06:44 Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Lögregla í Sviss óttast að um fjörutíu manns hafi farist í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í nótt. 1. janúar 2026 13:01 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Í færslu ítalska golfsambandsins segir að Galeppini hafi verið ungur iðkandi sem hafi spilað golf af mikilli ástríðu. Stjórnvöld í Sviss lýstu í dag yfir fimm daga þjóðarsorg vegna málsins, en auk þeirra sem fórust er áætlað að um 115 manns hafi slasast. Unnið er að því að bera kennsl á látnu og segir lögregla það muni taka daga og jafnvel vikur. Tilkynning um eldsvoðann og mikinn eld kom um klukkan hálf tvö á nýársnótt að staðartíma þar sem nýársfögnuður stóð yfir á skemmtistaðnum, en hann var vinsæll meðal ungs fólks. Ekki hefur verið staðfest hvað olli eldsvoðanum, en vitni hafa lýst því hvernig barþjónn hafi haldið á samstarfsmanni á háhesti á meðan sá hafi haldið á stjörnuljósi eða blysi sem búið var að kveikja á. Þá er einnig grunur um að flugeldar sem notaðir hafi verið í tengslum við tónleika í kjallara staðarins hafi valdið sprengingu og eldsvoða. Yfirvöld segja rannsókn á eldsvoðanum meðal annars munu ná til þess hvort öryggiskröfur voru uppfylltar og hvort neyðarútgangar voru í samræmi við reglur. View this post on Instagram A post shared by federazioneitalianagolf (@federazioneitalianagolf) Le Constellation opnaði árið 2015 og rúmaði um það bil 300 manns. Staðurinn var vinsæll meðal unga fólksins sem heimsótti skíðabæinn og þekktur fyrir að horfa í gegnum fingur sér þegar kom að því að hleypa einstaklingum undir aldri inn.
Sviss Eldsvoði á skemmtistað í Sviss á nýársnótt Tengdar fréttir Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Tahirys Dos Santos, 19 ára leikmaður franska félagsins Metz, var meðal þeirra sem slösuðust í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í gærnótt. 2. janúar 2026 08:04 Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu. 2. janúar 2026 06:44 Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Lögregla í Sviss óttast að um fjörutíu manns hafi farist í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í nótt. 1. janúar 2026 13:01 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Tahirys Dos Santos, 19 ára leikmaður franska félagsins Metz, var meðal þeirra sem slösuðust í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í gærnótt. 2. janúar 2026 08:04
Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu. 2. janúar 2026 06:44
Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Lögregla í Sviss óttast að um fjörutíu manns hafi farist í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í nótt. 1. janúar 2026 13:01