Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Agnar Már Másson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir, Bjarki Sigurðsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 3. janúar 2026 09:28 Nicolás Madúro, forseti Venesúela, og eiginkona hans, Cilia Flores, voru handtekin og flutt úr landi þegar Bandaríkin gerðu árás á Venesúela í skjóli nætur. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárás á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Hjónin hafa verið ákærð af bandarískum yfirvöldum fyrir fíkniefnahryðjuverk og kókaíninnflutning. Íbúar höfuðborgarinnar Karakas í Venesúela vöknuðu við sprengingar skömmu fyrir klukkan 2 að staðartíma í morgun (kl. 6 að íslenskum tíma). Herflugvélum var flogið yfir borgina og reykur sást rísa upp úr herstöðvum, þar á meðal bækistöðum flughersins í Tiega Fierta og herstöðinni La Carlota. Í vaktinni í dag var fylgst með öllum helstu vendingum. Veistu meira? Ertu mögulega í Karakas? Þú getur sent okkur fréttaskot hér. Sabe más? Acaso está en Caracas? Puede enviarnos un mensaje pulsando aquí. Trump staðfesti í morgun að Maduro hefði verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni og þau flutt úr landi. Venesúelski forsetinn hafði skrifað í yfirlýsingu að árásin væri „grafalvarleg hernarðaraðgerð“. Sjá meira: Fréttir af stöðunni í Venesúela Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skrifar á X að Maduro hafi verið ákærður í New York-ríki fyrir fíkniefnahryðjuverk, kókaíninnflutning og vopnahald. „Þetta var snilldaraðgerð,“ sagði Donald Trump við New York Times í dag. Bandaríkin hafa á síðustu mánuðum ráðist á 35 venesúelska báta sem bandarísk yfirvöld höfðu sagt flytja inn eiturlyf til Bandaríkjanna. Bandaríkjaher er talinn hafa drepið um hundrað manns í árásum á báta síðustu vikur. Hér er það helsta í lok dags 3. janúar: Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heldur neyðarfund á mánudag Delcy Rodríguez varaforseti kom fram í sjónvarpi og útvarpi og gekk þvert á orð Trump um að hún hefði tekið við stjórnartaumunum í eins konar leppstjórn. Hún sagði Maduro „eina forseta Venesúela“ og hvatti þjóðina til að veita viðnám. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vildi ekki fordæma árásina og svaraði ekki spurningum um það hvort þær fælu í sér brot á alþjóðalögum. Trump og Marco Rubio utanríkisráðherra ýjuðu að því að Kúbverjar væru næstir í röðinni en hvorugur gaf skýr heit um það. Trump sagði á blaðamannafundi í dag að bandarísk olíufyrirtæki kæmu til með að taka yfir olíuiðnað Venesúela. Innviðir yrðu reistir við og færðir í betra horf. Bandaríkin færu sömuleiðis með öll völd í landinu um óákveðinn tíma. António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna fordæmdi aðgerðirnar og sagði þær líklega brjóta gegn stofnsáttmála SÞ. Leiðtogar í Evrópu og Íslandi hafa ekki gengið svo hart fram. Trump gaf það einnig í skyn að María Corina Machado, venesúelanski stjórnarandstöðuleiðtoginn sem hlaut friðarverðlaun Nóbels í vetur, kæmi ekki að stjórn landsins. Hann sagði hana skorta stuðning meðal þjóðarinnar.
Íbúar höfuðborgarinnar Karakas í Venesúela vöknuðu við sprengingar skömmu fyrir klukkan 2 að staðartíma í morgun (kl. 6 að íslenskum tíma). Herflugvélum var flogið yfir borgina og reykur sást rísa upp úr herstöðvum, þar á meðal bækistöðum flughersins í Tiega Fierta og herstöðinni La Carlota. Í vaktinni í dag var fylgst með öllum helstu vendingum. Veistu meira? Ertu mögulega í Karakas? Þú getur sent okkur fréttaskot hér. Sabe más? Acaso está en Caracas? Puede enviarnos un mensaje pulsando aquí. Trump staðfesti í morgun að Maduro hefði verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni og þau flutt úr landi. Venesúelski forsetinn hafði skrifað í yfirlýsingu að árásin væri „grafalvarleg hernarðaraðgerð“. Sjá meira: Fréttir af stöðunni í Venesúela Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skrifar á X að Maduro hafi verið ákærður í New York-ríki fyrir fíkniefnahryðjuverk, kókaíninnflutning og vopnahald. „Þetta var snilldaraðgerð,“ sagði Donald Trump við New York Times í dag. Bandaríkin hafa á síðustu mánuðum ráðist á 35 venesúelska báta sem bandarísk yfirvöld höfðu sagt flytja inn eiturlyf til Bandaríkjanna. Bandaríkjaher er talinn hafa drepið um hundrað manns í árásum á báta síðustu vikur. Hér er það helsta í lok dags 3. janúar: Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heldur neyðarfund á mánudag Delcy Rodríguez varaforseti kom fram í sjónvarpi og útvarpi og gekk þvert á orð Trump um að hún hefði tekið við stjórnartaumunum í eins konar leppstjórn. Hún sagði Maduro „eina forseta Venesúela“ og hvatti þjóðina til að veita viðnám. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vildi ekki fordæma árásina og svaraði ekki spurningum um það hvort þær fælu í sér brot á alþjóðalögum. Trump og Marco Rubio utanríkisráðherra ýjuðu að því að Kúbverjar væru næstir í röðinni en hvorugur gaf skýr heit um það. Trump sagði á blaðamannafundi í dag að bandarísk olíufyrirtæki kæmu til með að taka yfir olíuiðnað Venesúela. Innviðir yrðu reistir við og færðir í betra horf. Bandaríkin færu sömuleiðis með öll völd í landinu um óákveðinn tíma. António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna fordæmdi aðgerðirnar og sagði þær líklega brjóta gegn stofnsáttmála SÞ. Leiðtogar í Evrópu og Íslandi hafa ekki gengið svo hart fram. Trump gaf það einnig í skyn að María Corina Machado, venesúelanski stjórnarandstöðuleiðtoginn sem hlaut friðarverðlaun Nóbels í vetur, kæmi ekki að stjórn landsins. Hann sagði hana skorta stuðning meðal þjóðarinnar.
Veistu meira? Ertu mögulega í Karakas? Þú getur sent okkur fréttaskot hér. Sabe más? Acaso está en Caracas? Puede enviarnos un mensaje pulsando aquí.
Venesúela Bandaríkin Hernaður Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira