Innlent

Hverju skipta á­rásirnar á Venesúela í stóru myndinni?

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Fyrsti gesturinn er Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar. Sigurjón gagnrýnir harðlega fiskveiðiráðgjöf á Íslandsmiðum og hyggst kalla til erlenda fiskifræðinga strax í janúar til að endurmeta aðferðafræði Hafrannsóknastofnunar. Hann gagnrýnir úthlutun makrílkvóta og telur þann stofn vera vanmetinn og veiða eigi miklu meira.

Alþjóðamálin eru næst á dagskrá en Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur ræða árásir í Venesúela og handtöku forsetans. Þau svara spurningum um gildi atburða gærdagsins og setja þá í samhengi við alþjóðalög og stríðið í Úkraínu. 

Því næst ræða Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður, og Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, stefnur og strauma á hægri væng stjórnmálanna. Eru hægri flokkar á Íslandi þrír, eða bara einn? Hvernig verjast rótgrónir hægri flokkar ásókn popúlískra flokka? Hvað ber nýtt ár í skauti sér í íslenskum stjórnmálum?

Loks mætir Hlökk Theódórsdóttir aðjúnkt og fjallar um nýja fræðigrein um mistökin sem gerð voru við veitingu byggingaleyfis græna gímaldsins svokallaða við Álfabakka. Hlökk, sem er fyrrverandi skipulagsstjóri ríkisins, fer yfir málið og rökstyður þá kenningu sína að skipulagsvaldið sé í senn veikt og óskýrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×