Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar 5. janúar 2026 11:03 Snjallsímar með háhraðaneti og samfélagsmiðlar hafa haft mun meiri skaðleg áhrif á tilfinninga- og geðheilsu barna og unglinga, sérstaklega ungra stúlkna, en við höfum gert okkur grein fyrir. Flest bendir til þess að við gerum okkur ekki enn grein fyrir því. Samfélagsmiðlafyrirtækin hanna sína miðla með það markmið að gera börn og unglinga háð þeim. Fyrirtækin nota þekkt sálfræðibrögð til að halda börnum og unglingum sem lengst með augun á skjánum. Með því að framleiða mikið magn efnis sem börn og unglingar ánetjast, með því að halda skjánum að andliti þeirra og stöðva eða draga mikið úr leik og persónulegum samskiptum augliti til auglitis þá hafa þessi fyrirtæki valdið börnum og unglingum meiri skaða en við skiljum í fljótu bragði. Geðræn veikindi, þunglyndi og kvíði jukust mikið milli áranna 2010 og 2015 hjá Z-kynslóðinni, þeirri sem kom á eftir aldamótakynslóðinni. Tíminn helst í hendur við tilkomu snjallsíma með háhraðaneti og aðgangi að samfélagsmiðlum. Framangreint kemur fram í bókinni The Anxious Generation eftir bandaríska félagssálfræðinginn Jonathan Haidt (bókin kom nýlega út hjá Sölku, Kvíðakynslóðin). Rannsóknir Heidts hafa haft mikil áhrif, m.a. á ástralska þingið sem ákvað fyrir skömmu að banna börnum 16 ára og yngri aðgang að samfélagsmiðlum (Facebook, Instagram, Tiktok o.s.frv.). Í bókinni er mikið talnaefni, gröf sem sýna niðurstöður rannsókna á geðsjúkdómum og sjálfsmorðum meðal barna og unglinga. Í einhverjum tilvikum kom skýrari mynd af þegar gerðum rannsóknum þegar tölurnar voru brotnar niður og skoðað hvernig þær kæmu út eftir aldri og kyni. Þá kom t.d. í ljós að nánast engin (8%) aukning varð á kvíða hjá þeim sem eru eldri en 50 ára, en 139% aukning meðal þeirra sem voru milli 18 og 25 ára aldurs, tölur frá 2008 til 2020. Hvers vegna þessi mikla aukning á þessu þrönga tímabili? Ástæðan er snjallsímar. Þeir breyttu lífi allra eftir að þeir komu á markað. Engin önnur kenning eða tilgáta hefur getað skýrt hvers vegna kvíði og þunglyndi meðal unglinga jókst svo mikið í svo mörgum löndum á sama tíma og á sama hátt. Unglingar eyða núna 6-8 klukkustundum í símanum daglega og vegna þessa hefur annað gefið eftir eða horfið: börn og unglingar að leika sér eða hittast heima hjá hvert öðru eða eyða tíma með fullorðnum. Samkvæmt Haidt hefur aukin síma- og samfélagsmiðlanotkun haft ferns konar skaðleg áhrif: 1. Skortur á félgslegum samskiptum Börn þurfa á raunverulegum samskiptum að halda, augliti til auglitis, í leik og hangsi. Samskipti á samfélagsmiðlum uppfylla ekki þessar þarfir. Meir að segja þegar börn og unglingar hittast, eru í sama herbergi, þá hangir hver í sínum síma og er annars hugar. Frjáls leikur er mikilvægur fyrir heilaþroska allra spendýra. 2. Minni og ónógur svefn Langur og góður svefn er mikilvægur fyrir eðlilegan heilaþroska. Stuttur og óreglulegur svefn unglinga, aðallega vegna síma og samfélagsmiðla, hefur forspárgildi fyrir geðræn vandamál síðar meir. 3. Athyglisbrestur Truflunin frá símanum er stanslaus, barn sem situr í skólastofu og er með símann í töskunni á erfitt með að taka athyglina frá símanum og að náminu. 4. Fíkn Fíknin er bæði sá þáttur sem einna erfiðast er að ráða við og sá sem samfélagsmiðlafyrirtækin nota meðvitað til að halda börnum og unglingum að skjánum í sem lengstan tíma. Þessi fyrirtæki nota þekktar sálfræðilegar aðferðir, þekkingu á hvernig dópamín virkar til að hanna miðlana eingöngu með það markmið að hagnast sem mest. Hver fullorðinn getur spurt sjálfan sig hvort stanslaus athygli á símanum, athugun á hvort hafi komið nýtt læk eða ný skilaboð séu ekki a.m.k. lík fíkn, eins og fíkn í sígarettur, maður getur ekki látið á móti sér að taka símann í hönd og gá. Aðferðafræðingar gera skýran greinarmun á fylgni milli ákveðinna þátta og ástæðu breytinga. Fylgnin milli C vítamínsskorts og skyrbjúgs er svo sterk og afgerandi að hægt er að fullyrða að C vítamínsskortur leiði mjög líklega til skyrbjúgs. Sama er með tengsl síma- og samfélagsmiðlanotkunar og geðrænna veikinda (sjá Is Social Media a Cause or Just a Correlate? Bls. 157 í bókinni). Margar rannsóknir benda sterklega til þess að hin hraða breyting á lífi og veruleika unglingsáranna yfir á samfélagsmiðlana sé ástæða, orsök aukins þunglyndis, kvíða og sjálfsmorðshugsana og annarra geðrænna áskorana sem byrjuðu að aukast hratt upp úr 2010. Hvað er til ráða? Jonathan Haidt leggur til margar leiðir og ráð út úr vandanum, hann er með ráð fyrir foreldra, skóla og yfirvöld. Hann leggur áherslu á að ná barnæskunni aftur, með samskiptum, leik og lestri, frá samfélagsmiðlafyrirtækjunum sem beinlínis sitja um sálir ungs fólks. Haidt leggur til fernt: Börn og unglingar fái ekki snjallsíma fyrir framhaldsskólaaldur Enginn aðgangur að samfélagsmiðlum fyrir 16 ára aldur Símabann í skólum Mun meira af eftirlitslausum leik og sjálfstæði barna og ungmenna Nú hefur ástralska þingið og ríkisstjórnin þar tekið af skarið og bannað börnum yngri en 16 ára aðgang að samfélagsmiðlum. Það er gert til að gefa þeim barnæskuna aftur eins og Albanese forsætisráðherra orðaði það. Áströlsku lögin leggja samfélagsmiðlafyrirtækjunum þá skyldu á herðar, að viðlagðri fjársekt, að sjá til þess að tryggja að börnin komist ekki framhjá banninu. Sagan segir að eiginkona Albenese, Jodie Haydon, hafi lokið lestri bókarinnar sem hér er fjallað um, litið yfir gleraugun á eiginmann sinn, sem sat í stól í stofunni, og sagt: „Þú verður að gera eitthva í þessu!“ Og nú er spurningin: Hvað gera íslensk yfirvöld? Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Snjallsímar með háhraðaneti og samfélagsmiðlar hafa haft mun meiri skaðleg áhrif á tilfinninga- og geðheilsu barna og unglinga, sérstaklega ungra stúlkna, en við höfum gert okkur grein fyrir. Flest bendir til þess að við gerum okkur ekki enn grein fyrir því. Samfélagsmiðlafyrirtækin hanna sína miðla með það markmið að gera börn og unglinga háð þeim. Fyrirtækin nota þekkt sálfræðibrögð til að halda börnum og unglingum sem lengst með augun á skjánum. Með því að framleiða mikið magn efnis sem börn og unglingar ánetjast, með því að halda skjánum að andliti þeirra og stöðva eða draga mikið úr leik og persónulegum samskiptum augliti til auglitis þá hafa þessi fyrirtæki valdið börnum og unglingum meiri skaða en við skiljum í fljótu bragði. Geðræn veikindi, þunglyndi og kvíði jukust mikið milli áranna 2010 og 2015 hjá Z-kynslóðinni, þeirri sem kom á eftir aldamótakynslóðinni. Tíminn helst í hendur við tilkomu snjallsíma með háhraðaneti og aðgangi að samfélagsmiðlum. Framangreint kemur fram í bókinni The Anxious Generation eftir bandaríska félagssálfræðinginn Jonathan Haidt (bókin kom nýlega út hjá Sölku, Kvíðakynslóðin). Rannsóknir Heidts hafa haft mikil áhrif, m.a. á ástralska þingið sem ákvað fyrir skömmu að banna börnum 16 ára og yngri aðgang að samfélagsmiðlum (Facebook, Instagram, Tiktok o.s.frv.). Í bókinni er mikið talnaefni, gröf sem sýna niðurstöður rannsókna á geðsjúkdómum og sjálfsmorðum meðal barna og unglinga. Í einhverjum tilvikum kom skýrari mynd af þegar gerðum rannsóknum þegar tölurnar voru brotnar niður og skoðað hvernig þær kæmu út eftir aldri og kyni. Þá kom t.d. í ljós að nánast engin (8%) aukning varð á kvíða hjá þeim sem eru eldri en 50 ára, en 139% aukning meðal þeirra sem voru milli 18 og 25 ára aldurs, tölur frá 2008 til 2020. Hvers vegna þessi mikla aukning á þessu þrönga tímabili? Ástæðan er snjallsímar. Þeir breyttu lífi allra eftir að þeir komu á markað. Engin önnur kenning eða tilgáta hefur getað skýrt hvers vegna kvíði og þunglyndi meðal unglinga jókst svo mikið í svo mörgum löndum á sama tíma og á sama hátt. Unglingar eyða núna 6-8 klukkustundum í símanum daglega og vegna þessa hefur annað gefið eftir eða horfið: börn og unglingar að leika sér eða hittast heima hjá hvert öðru eða eyða tíma með fullorðnum. Samkvæmt Haidt hefur aukin síma- og samfélagsmiðlanotkun haft ferns konar skaðleg áhrif: 1. Skortur á félgslegum samskiptum Börn þurfa á raunverulegum samskiptum að halda, augliti til auglitis, í leik og hangsi. Samskipti á samfélagsmiðlum uppfylla ekki þessar þarfir. Meir að segja þegar börn og unglingar hittast, eru í sama herbergi, þá hangir hver í sínum síma og er annars hugar. Frjáls leikur er mikilvægur fyrir heilaþroska allra spendýra. 2. Minni og ónógur svefn Langur og góður svefn er mikilvægur fyrir eðlilegan heilaþroska. Stuttur og óreglulegur svefn unglinga, aðallega vegna síma og samfélagsmiðla, hefur forspárgildi fyrir geðræn vandamál síðar meir. 3. Athyglisbrestur Truflunin frá símanum er stanslaus, barn sem situr í skólastofu og er með símann í töskunni á erfitt með að taka athyglina frá símanum og að náminu. 4. Fíkn Fíknin er bæði sá þáttur sem einna erfiðast er að ráða við og sá sem samfélagsmiðlafyrirtækin nota meðvitað til að halda börnum og unglingum að skjánum í sem lengstan tíma. Þessi fyrirtæki nota þekktar sálfræðilegar aðferðir, þekkingu á hvernig dópamín virkar til að hanna miðlana eingöngu með það markmið að hagnast sem mest. Hver fullorðinn getur spurt sjálfan sig hvort stanslaus athygli á símanum, athugun á hvort hafi komið nýtt læk eða ný skilaboð séu ekki a.m.k. lík fíkn, eins og fíkn í sígarettur, maður getur ekki látið á móti sér að taka símann í hönd og gá. Aðferðafræðingar gera skýran greinarmun á fylgni milli ákveðinna þátta og ástæðu breytinga. Fylgnin milli C vítamínsskorts og skyrbjúgs er svo sterk og afgerandi að hægt er að fullyrða að C vítamínsskortur leiði mjög líklega til skyrbjúgs. Sama er með tengsl síma- og samfélagsmiðlanotkunar og geðrænna veikinda (sjá Is Social Media a Cause or Just a Correlate? Bls. 157 í bókinni). Margar rannsóknir benda sterklega til þess að hin hraða breyting á lífi og veruleika unglingsáranna yfir á samfélagsmiðlana sé ástæða, orsök aukins þunglyndis, kvíða og sjálfsmorðshugsana og annarra geðrænna áskorana sem byrjuðu að aukast hratt upp úr 2010. Hvað er til ráða? Jonathan Haidt leggur til margar leiðir og ráð út úr vandanum, hann er með ráð fyrir foreldra, skóla og yfirvöld. Hann leggur áherslu á að ná barnæskunni aftur, með samskiptum, leik og lestri, frá samfélagsmiðlafyrirtækjunum sem beinlínis sitja um sálir ungs fólks. Haidt leggur til fernt: Börn og unglingar fái ekki snjallsíma fyrir framhaldsskólaaldur Enginn aðgangur að samfélagsmiðlum fyrir 16 ára aldur Símabann í skólum Mun meira af eftirlitslausum leik og sjálfstæði barna og ungmenna Nú hefur ástralska þingið og ríkisstjórnin þar tekið af skarið og bannað börnum yngri en 16 ára aðgang að samfélagsmiðlum. Það er gert til að gefa þeim barnæskuna aftur eins og Albanese forsætisráðherra orðaði það. Áströlsku lögin leggja samfélagsmiðlafyrirtækjunum þá skyldu á herðar, að viðlagðri fjársekt, að sjá til þess að tryggja að börnin komist ekki framhjá banninu. Sagan segir að eiginkona Albenese, Jodie Haydon, hafi lokið lestri bókarinnar sem hér er fjallað um, litið yfir gleraugun á eiginmann sinn, sem sat í stól í stofunni, og sagt: „Þú verður að gera eitthva í þessu!“ Og nú er spurningin: Hvað gera íslensk yfirvöld? Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar