Íslenski boltinn

Vestri opnar knatt­spyrnu­akademíu í Senegal

Aron Guðmundsson skrifar
Frá æfingabúðum sem Vestri, Nordic Waves og Sergine Fall stóðu fyrir undir lok síðasta árs.
Frá æfingabúðum sem Vestri, Nordic Waves og Sergine Fall stóðu fyrir undir lok síðasta árs. Mynd: Vestri

Knattspyrnudeild Vestra hefur opnað knattspyrnuakademíu í bænum Kebemer í Senegal. Akademían mun heita Vestri/ProKebs og er unnið í samstarfi við Sergine Fall, leikmann Vestra og góðgerðarfélag hans, Nordic Waves.

Þetta kemur fram í færslu knattspyrnudeildar Vestra á samfélagsmiðlum núna í kvöld en stjórn Nordic Waves, góðgerðarfélaginu sem kemur að akademíunni með Vestra og Sergine Fall, er skipuð fólki af Vestfjörðum. 

Það var í desember á síðasta ári sem að Fall og styrktar- og sjúkraþjálfari Vestra liðsins, Ferran Corominas, héldu æfingabúðir í Senegal. Þar voru æfingahópar mannaðir og þjálfarar ráðnir í nýstofnaða akademíu Vestra í Kebember áður en akademían tekur til starfa núna á nýju ári.

Markmiðið með þessu verkefni er að auka tækifæri barna á svæðinu í gegnum íþróttir og menntun. Í knattspyrnuakademíunni verða 60 unglingar í U13, U16 og U19 ára liðum karla og kvenna en einnig sex menntaðir þjálfarar sem og einn yfirþjálfari.

„Akademían, ásamt Nordic Waves, er leið til auka menntun og veita hæfileikaríku íþróttafólki brú til tækifæra í Evrópu. Vestri mun geta boðið þeim sem skara fram úr til Vestra á reynslu. Mörg af stærstu liðum Evrópu hafa tengingar til landa í Afríku og hér á norðurlöndum er FC Nordsjælland nærtakasta dæmið með knattspyrnubúðir sínar “Right to Dream Academy” í Gana. Ef vel tekst til er ekkert því til fyrirstöðu að Vestri stækki við sig og opni tækifæri á fleiri stöðum í Afríku.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×