Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2026 10:23 Samfylkingin fagnaði sigri með rúman fimmtung atkvæði í alþingiskosningunum árið 2024. Kostnaður flokksins við kosningarnar nam hátt í hundrað milljónum króna. Vísir/Anton Brink Samfylkingin varði rúmum 92 milljónum króna í alþingiskosningarnar árið 2024 sem skiluðu flokknum sínum bestu úrslitum í sextán ár. Flokkurinn skuldaði rúmlega 221 milljón króna við lok kosningaársins. Þingkosningarnar sem boðað var til í lok nóvember 2024 eftir að Vinstri græn sprengdu ríkisstjórn þeirra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kostaði Samfylkinguna 92,2 milljónir króna samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2024 sem ríkisendurskoðun hefur staðfest. Flokkurinn hlaut sína bestu kosningu frá árinu 2009: fékk rúman fimmtung atkvæða og fimmtán þingmenn sem skilaði honum í ríkisstjórn í fyrsta skipti frá kjörtímabilinu 2009 til 2013. Alls námu útgjöld samstæðu Samfylkingarinnar rúmum 182 milljónum króna, um 34 milljónum króna umfram tekjur af rekstrinum árið 2024. Þegar tekið hafði verið tillit til vaxtagjalda varð 44,8 milljóna króna tap af rekstri flokksins það ár. Mestu skuldirnar við eigendur skrifstofuhúsnæðisins Við loks ársins námu skuldir flokksins 221,3 milljónir en af þeim voru skammtímaskuldir rúmlega 71 milljón króna. Helstu lánadrottnar Samfylkingarinnar eru félögin Sigfúsarsjóður og Alþýðuhús Reykjavíkur sem eiga húsnæði flokksins að Hallveigarstíg í miðborg Reykjavíkur. Samfylkingin skuldar hvoru félagi um sig 66,3 milljónir króna. Á meðal eigenda Sigfúsarsjóðs samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins eru Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Elín Björg Jónsdóttir, fyrrverandi formaður BSRB. Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum frá því fyrir þingkosningarnar árið 2024 eða eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum.Vísir/Anton Brink Eigendur Alþýðuhúss Reykjavíkur eru skráðir Ásgeir Guðmundur Jóhannesson, Óttar Magnús Yngvason og Pétur Jónsson. Hrein eign Samfylkingarinnar í lok árs nam tæpum 65 milljónum króna. Stærsti lánadrottininn gaf hámarksupphæð Langstærsti hluti tekna Samfylkingarinnar kom frá því opinbera. Flokkurinn fékk 85,3 milljónir króna í framlög úr ríkissjóði og 10,5 milljónir frá sveitarfélögunum. Þrjátíu og tveir lögaðilar lögðu flokknum samtals til tæpar níu milljónir króna. Átta þeirra gáfu lögbundið hámark, 550.000 krónur, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtækin Brim, Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes auk Kaupfélags Skagfirðinga og HS Orka, Athygli vekur að Sigfúsarsjóður, annar tveggja stærstu lánadrottna Samfylkingarinnar, er einn þeirra lögaðila sem gaf hámarksupphæð sem leyfilegt var að gefa. Einstaklingar létu um 32 milljónir króna af hendi rakna til Samfylkingarinnar árið 2024. Tuttugu og sex þeirra gáfu yfir þrjú hundruð þúsund krónur og eru nafngreindir í ársreikningnum. Flestir þeirra voru kjörnir fulltrúar flokksins, þar á meðal Kristrún Frostadóttir, formaður og forsætisráðherra, Logi Einarsson, menntamálaráðherra, og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Samfylkingin Uppgjör og ársreikningar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þingkosningarnar sem boðað var til í lok nóvember 2024 eftir að Vinstri græn sprengdu ríkisstjórn þeirra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kostaði Samfylkinguna 92,2 milljónir króna samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2024 sem ríkisendurskoðun hefur staðfest. Flokkurinn hlaut sína bestu kosningu frá árinu 2009: fékk rúman fimmtung atkvæða og fimmtán þingmenn sem skilaði honum í ríkisstjórn í fyrsta skipti frá kjörtímabilinu 2009 til 2013. Alls námu útgjöld samstæðu Samfylkingarinnar rúmum 182 milljónum króna, um 34 milljónum króna umfram tekjur af rekstrinum árið 2024. Þegar tekið hafði verið tillit til vaxtagjalda varð 44,8 milljóna króna tap af rekstri flokksins það ár. Mestu skuldirnar við eigendur skrifstofuhúsnæðisins Við loks ársins námu skuldir flokksins 221,3 milljónir en af þeim voru skammtímaskuldir rúmlega 71 milljón króna. Helstu lánadrottnar Samfylkingarinnar eru félögin Sigfúsarsjóður og Alþýðuhús Reykjavíkur sem eiga húsnæði flokksins að Hallveigarstíg í miðborg Reykjavíkur. Samfylkingin skuldar hvoru félagi um sig 66,3 milljónir króna. Á meðal eigenda Sigfúsarsjóðs samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins eru Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Elín Björg Jónsdóttir, fyrrverandi formaður BSRB. Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum frá því fyrir þingkosningarnar árið 2024 eða eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum.Vísir/Anton Brink Eigendur Alþýðuhúss Reykjavíkur eru skráðir Ásgeir Guðmundur Jóhannesson, Óttar Magnús Yngvason og Pétur Jónsson. Hrein eign Samfylkingarinnar í lok árs nam tæpum 65 milljónum króna. Stærsti lánadrottininn gaf hámarksupphæð Langstærsti hluti tekna Samfylkingarinnar kom frá því opinbera. Flokkurinn fékk 85,3 milljónir króna í framlög úr ríkissjóði og 10,5 milljónir frá sveitarfélögunum. Þrjátíu og tveir lögaðilar lögðu flokknum samtals til tæpar níu milljónir króna. Átta þeirra gáfu lögbundið hámark, 550.000 krónur, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtækin Brim, Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes auk Kaupfélags Skagfirðinga og HS Orka, Athygli vekur að Sigfúsarsjóður, annar tveggja stærstu lánadrottna Samfylkingarinnar, er einn þeirra lögaðila sem gaf hámarksupphæð sem leyfilegt var að gefa. Einstaklingar létu um 32 milljónir króna af hendi rakna til Samfylkingarinnar árið 2024. Tuttugu og sex þeirra gáfu yfir þrjú hundruð þúsund krónur og eru nafngreindir í ársreikningnum. Flestir þeirra voru kjörnir fulltrúar flokksins, þar á meðal Kristrún Frostadóttir, formaður og forsætisráðherra, Logi Einarsson, menntamálaráðherra, og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Samfylkingin Uppgjör og ársreikningar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira