Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2026 10:27 Sjóliði úr Strandgæslu Bandaríkjanna virðir olíuskipið fyrir sér og hin myndin sýnir hermenn flutta um borð í skipið með þyrlu. EUCOM og RT Olíuskipi sem elt var af yfirvöldum í Bandaríkjunum og Rússar hafa sent herskip til móts við, var í nótt siglt inn í efnahagslögsögu Íslands. Skipið var alltaf á alþjóðlegu hafsvæði, þó það hafi verið rétt innan efnahagslögsögunnar. Uppfært: 13:40 Skömmu fyrir hádegi virðist sem skipinu hafi verið snúið til suðurs og var einnig hægt á ferð þess. Útlit er fyrir að bandarískum hermönnum hafi verið flogið um borð í skipið og þeir tekið yfir stjórn þess. Rússneski ríkismiðillinn RT birti upp úr hádegi myndir sem eiga að hafa verið teknar um borði í skipinu en þær sýna smárri þyrlu flogið að skipinu. ❗️ Military forces, presumably American, are attempting to board Russian-flagged civilian tanker 'Marinera' RIGHT NOW — RT source RT has obtained first exclusive visual confirmation of the boarding attempt https://t.co/lWf62lN7hH pic.twitter.com/rn9xfLmNxi— RT (@RT_com) January 7, 2026 Skipið er talið tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa en það kallast Marinera en kallaðist áður Bella 1. Til stóð að stöðva skipið undan ströndum Venesúela í síðasta mánuði en það hefur verið beitt refsiaðgerðum vegna brota á viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gagnvart Íran og Rússlandi. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að hermenn hafi farið um borð. Þá segir miðillinn að rússneskur kafbátur hafi fylgt olíuflutningaskipinu eftir. Blaðamaður Fox segir hins vegar að kafbáturinn hafi ekki verið mættur á svæðið enn, áður en áhlaup var gert á skipið. Svo virðist sem skipinu sé nú siglt í átt að Skotlandi. It takes two dots to draw a line, and we now appear to have a bearing. MARINERA (9230880) is now facing east-by-southeast towards northern Scotland/Shetland; thereabouts. pic.twitter.com/pBMM9GFiiw— TankerTrackers.com, Inc. (@TankerTrackers) January 7, 2026 Þegar áhlaup var gert um borð í skipið voru Bandaríkjamenn einnig með P-8 Poseidon eftirlitsflugvél og þungvopnaða AC-130J flugvél yfir svæðinu. Einnig var eldsneytisflugvél af gerðinni Boeing KC-135R Stratotanker á svæðinu, samkvæmt Flightradar24. WSJ segir að til standi að senda vana skipstjóra og vélstjóra um borð til að sigla skipinu. Yfirstjórn herafla Bandaríkjanna í Evrópu hefur staðfest að stjórn hafi verið tekin á skipinu. Í yfirlýsingu segir að það hafi verið gert undir stjórn heimavarnaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna með aðstoð heraflans. The @TheJusticeDept & @DHSgov, in coordination with the @DeptofWar today announced the seizure ofthe M/V Bella 1 for violations of U.S. sanctions. The vessel was seized in the North Atlantic pursuant to a warrant issued by a U.S. federal court after being tracked by USCGC Munro. pic.twitter.com/bm5KcCK30X— U.S. European Command (@US_EUCOM) January 7, 2026 Skip í skuggaflotanum svokallaða hafa ítrekað reynst í mjög slæmu ástandi og hafa þó nokkur þeirra sokkið á undanförnum mánuðum. Í svari Landhelgisgæslu Íslands við fyrirspurn fréttastofu segir að þar á bæ sé fylgst með ferðum Marinera, eins og öðrum skipum á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þá segir að engin ástæða sé til að ætla að skipið komi nálægt tólf sjómílna landhelgi Íslands. Enn fremur segir að samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hafi sé talið að enginn olíufarmur sé um borð í skipinu. Rússar eru sagðir hafa sent að minnsta kosti eitt herskip og kafbát til móts við skipið. Landhelgisgæslan veit ekki af rússneskum herskipum á svæðinu. Á flótta frá Venesúela Skipið kom aldrei að landi í Venesúela, heldur var því siglt frá Íran og snúið til norðurs í Karíbahafinu. Þegar stöðva átti skipið var nafni skipsins breytt og rússneskur fáni dreginn að húni. Yfirvöld í Rússlandi fóru fram á að Bandaríkjamenn stöðvuðu það ekki. Skipið hefur þó verið elt af áhöfn skips Strandgæslu Bandaríkjanna. BREAKING WORLD EXCLUSIVE: RT obtains FIRST footage of Russian-flagged civilian Marinera tanker being CHASED by US Coast Guard warship in the North Atlantic https://t.co/sNbqJkm5O5 pic.twitter.com/XtbBML3a6j— RT (@RT_com) January 6, 2026 Fjölmörgum skipum sem beitt hafa verið refsiaðgerðum hefur verið siglt frá Venesúela á undanförnum dögum og vikum. Samkvæmt New York Times hefur skráningu að minnsta kosti fimm þeirra verið breytt á undanförnum dögum og þau skráð í Rússlandi. Öll hafa skipin fimm, og fleiri sem reynt hefur verið að koma í gegnum herkví Bandaríkjanna kringum Venesúela, verið beitt aðgerðum þar sem þau munu hafa verið notuð til að flytja olíu frá Rússlandi og/eða Íran, í trássi við viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna og annarra ríkja. Sjá einnig: Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Fyrr í vikunni bárust fregnir af því að Bandaríkjamenn hefðu flogið sérsveitarhermönnum til Bretlands og var það af eftirlitsaðilum talið til marks um að til stæði að stöðva Marinera og taka yfir stjórn skipsins. Útlit er fyrir að Bandaríkjamenn hafi sent eftirlitsflugvél frá Keflavík til að fylgjast með skipinu. Seems like a U.S. P-8A Poseidon surveillance plane is heading towards the MARINERA as we speak. https://t.co/6nWY2LRDh5— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 7, 2026 Fréttin hefur nokkrum sinnum verið uppfærð. Síðast 13:40. Landhelgisgæslan Rússland Bandaríkin Venesúela Skipaflutningar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Uppfært: 13:40 Skömmu fyrir hádegi virðist sem skipinu hafi verið snúið til suðurs og var einnig hægt á ferð þess. Útlit er fyrir að bandarískum hermönnum hafi verið flogið um borð í skipið og þeir tekið yfir stjórn þess. Rússneski ríkismiðillinn RT birti upp úr hádegi myndir sem eiga að hafa verið teknar um borði í skipinu en þær sýna smárri þyrlu flogið að skipinu. ❗️ Military forces, presumably American, are attempting to board Russian-flagged civilian tanker 'Marinera' RIGHT NOW — RT source RT has obtained first exclusive visual confirmation of the boarding attempt https://t.co/lWf62lN7hH pic.twitter.com/rn9xfLmNxi— RT (@RT_com) January 7, 2026 Skipið er talið tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa en það kallast Marinera en kallaðist áður Bella 1. Til stóð að stöðva skipið undan ströndum Venesúela í síðasta mánuði en það hefur verið beitt refsiaðgerðum vegna brota á viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gagnvart Íran og Rússlandi. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að hermenn hafi farið um borð. Þá segir miðillinn að rússneskur kafbátur hafi fylgt olíuflutningaskipinu eftir. Blaðamaður Fox segir hins vegar að kafbáturinn hafi ekki verið mættur á svæðið enn, áður en áhlaup var gert á skipið. Svo virðist sem skipinu sé nú siglt í átt að Skotlandi. It takes two dots to draw a line, and we now appear to have a bearing. MARINERA (9230880) is now facing east-by-southeast towards northern Scotland/Shetland; thereabouts. pic.twitter.com/pBMM9GFiiw— TankerTrackers.com, Inc. (@TankerTrackers) January 7, 2026 Þegar áhlaup var gert um borð í skipið voru Bandaríkjamenn einnig með P-8 Poseidon eftirlitsflugvél og þungvopnaða AC-130J flugvél yfir svæðinu. Einnig var eldsneytisflugvél af gerðinni Boeing KC-135R Stratotanker á svæðinu, samkvæmt Flightradar24. WSJ segir að til standi að senda vana skipstjóra og vélstjóra um borð til að sigla skipinu. Yfirstjórn herafla Bandaríkjanna í Evrópu hefur staðfest að stjórn hafi verið tekin á skipinu. Í yfirlýsingu segir að það hafi verið gert undir stjórn heimavarnaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna með aðstoð heraflans. The @TheJusticeDept & @DHSgov, in coordination with the @DeptofWar today announced the seizure ofthe M/V Bella 1 for violations of U.S. sanctions. The vessel was seized in the North Atlantic pursuant to a warrant issued by a U.S. federal court after being tracked by USCGC Munro. pic.twitter.com/bm5KcCK30X— U.S. European Command (@US_EUCOM) January 7, 2026 Skip í skuggaflotanum svokallaða hafa ítrekað reynst í mjög slæmu ástandi og hafa þó nokkur þeirra sokkið á undanförnum mánuðum. Í svari Landhelgisgæslu Íslands við fyrirspurn fréttastofu segir að þar á bæ sé fylgst með ferðum Marinera, eins og öðrum skipum á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þá segir að engin ástæða sé til að ætla að skipið komi nálægt tólf sjómílna landhelgi Íslands. Enn fremur segir að samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hafi sé talið að enginn olíufarmur sé um borð í skipinu. Rússar eru sagðir hafa sent að minnsta kosti eitt herskip og kafbát til móts við skipið. Landhelgisgæslan veit ekki af rússneskum herskipum á svæðinu. Á flótta frá Venesúela Skipið kom aldrei að landi í Venesúela, heldur var því siglt frá Íran og snúið til norðurs í Karíbahafinu. Þegar stöðva átti skipið var nafni skipsins breytt og rússneskur fáni dreginn að húni. Yfirvöld í Rússlandi fóru fram á að Bandaríkjamenn stöðvuðu það ekki. Skipið hefur þó verið elt af áhöfn skips Strandgæslu Bandaríkjanna. BREAKING WORLD EXCLUSIVE: RT obtains FIRST footage of Russian-flagged civilian Marinera tanker being CHASED by US Coast Guard warship in the North Atlantic https://t.co/sNbqJkm5O5 pic.twitter.com/XtbBML3a6j— RT (@RT_com) January 6, 2026 Fjölmörgum skipum sem beitt hafa verið refsiaðgerðum hefur verið siglt frá Venesúela á undanförnum dögum og vikum. Samkvæmt New York Times hefur skráningu að minnsta kosti fimm þeirra verið breytt á undanförnum dögum og þau skráð í Rússlandi. Öll hafa skipin fimm, og fleiri sem reynt hefur verið að koma í gegnum herkví Bandaríkjanna kringum Venesúela, verið beitt aðgerðum þar sem þau munu hafa verið notuð til að flytja olíu frá Rússlandi og/eða Íran, í trássi við viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna og annarra ríkja. Sjá einnig: Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Fyrr í vikunni bárust fregnir af því að Bandaríkjamenn hefðu flogið sérsveitarhermönnum til Bretlands og var það af eftirlitsaðilum talið til marks um að til stæði að stöðva Marinera og taka yfir stjórn skipsins. Útlit er fyrir að Bandaríkjamenn hafi sent eftirlitsflugvél frá Keflavík til að fylgjast með skipinu. Seems like a U.S. P-8A Poseidon surveillance plane is heading towards the MARINERA as we speak. https://t.co/6nWY2LRDh5— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 7, 2026 Fréttin hefur nokkrum sinnum verið uppfærð. Síðast 13:40.
Landhelgisgæslan Rússland Bandaríkin Venesúela Skipaflutningar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira