Handbolti

Andrea hárs­breidd frá því að tryggja stig

Sindri Sverrisson skrifar
Andrea Jacobsen er komin á fulla ferð eftir að hafa misst af HM vegna meiðsla.
Andrea Jacobsen er komin á fulla ferð eftir að hafa misst af HM vegna meiðsla. vísir

Íslendingatríóið í Blomberg-Lippe varð að sætta sig við naumt tap á heimavelli gegn franska liðinu Chambray Touraine, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildar kvenna í handbolta í dag.

Gestirnir voru 14-11 yfir í hálfleik og náðu mest sex marka forskoti í seinni hálfleik en Blomberg-Lippe minnkaði smám saman muninn og náði að jafna í tvígang undir lokin.

Andrea Jacobsen jafnaði metin í 25-25 þegar minna en hálf mínúta var eftir en gestirnir tryggðu sér sigur í blálokin, 26-25.

Andrea skoraði þrjú mörk í leiknum og Díana Dögg Magnúsdóttir tvö en Elín Rósa Magnúsdóttir var ekki á meðal markaskorara að þessu sinni.

Liðin eru í riðli með Nyköbing Falster og MOL Esztergom sem eigast við í Danmörku í dag. Næsti leikur Blomberg-Lippe er við Esztergom í Ungverjalandi næsta laugardagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×