Enski boltinn

Dag­skráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL

Sindri Sverrisson skrifar
Liverpool ætti að vinna Barnsley í kvöld en allt getur gerst í enska bikarnum.
Liverpool ætti að vinna Barnsley í kvöld en allt getur gerst í enska bikarnum. Getty/Justin Setterfield

Liverpool verður á heimavelli í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld þegar liðið mætir Barnsley. Þá er síðasti lausi farseðillinn í 8-liða úrslit NFL-deildarinnar í boði í Pittsburgh. Þetta og meira til á sportrásum Sýnar í dag.

Sýn Sport

Pittsburgh Steelers og Houston Texans mætast í síðasta leiknum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni og hefst bein útsending klukkan 1 eftir miðnætti.

Sýn Sport Viaplay

Liverpool ætti ekki að eiga í miklum vandræðum með C-deildarlið Barnsley í bikarleik sem hefst 19:45 en þó ber að hafa í huga þau óvæntu úrslit sem þegar hafa orðið í 3. umferðinni, þar sem til að mynda bikarmeistarar Crystal Palace féllu út gegn utandeildarliði. Um miðnætti hefst svo leikur Sabres og Panthers í NHL-deildinni.

Sýn Sport Ísland

Fjörið heldur áfram í Körfuboltakvöldi Extra þar sem rætt er um íslenska körfuboltann á léttu nótunum, klukkan 20 í kvöld, og keppni þeirra Andra Más Eggertssonar og Tomma Steindórs heldur áfram á Extraleikunum.

Upplýsingar um allar beinar útsendingar á sportrásum Sýnar má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×