Körfubolti

Kemi til­þrifin: „Ég skoraði að­eins meira og er myndar­legri“

Sindri Sverrisson skrifar
Kristófer Acox var afar áberandi í Kemi tilþrifunum að þessu sinni.
Kristófer Acox var afar áberandi í Kemi tilþrifunum að þessu sinni. vísir/Anton

Ótrúleg karfa DeAndre Kane og þrenna frá Kristófer Acox voru á meðal þess sem sjá mátti í frábærum tilþrifum frá 13. umferð Bónus-deildarinnar í körfubolta, í Bónus Körfuboltakvöldi.

Kemi tilþrif vikunnar voru ekki af verri endanum en sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi stöldruðu meðal annars við troðslu Zarko Jukic fyrir Ármann gegn KR. Stefáni Árna Pálssyni, þáttastjórnanda, þótti hann nefnilega minna á sessunaut sinn, Ómar Örn Sævarsson, sem var ekki lengi að svara:

„Við erum reyndar mjög svipaðir. Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri.“

Tilþrifin má sjá hér að neðan.

Klippa: Mögnuð tilþrif í þrettándu umferð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×