Fótbolti

Enn einn Bliki kveður Kópa­voginn: Ás­laug Munda semur við Parma

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Áslaug Munda er að flytja til Ítalíu.
Áslaug Munda er að flytja til Ítalíu.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er gengin til liðs við Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta en hún kemur til félagsins frá Breiðabliki.

Áslaug Munda hefur verið leikmaður Breiðabliks síðan 2018, orðið Íslandsmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari í þrígang. Síðustu ár hefur hún einnig spilað fótbolta fyrir Harvard háskóla á skólastyrk en hún útskrifaðist síðasta vor.

Meiðsli hafa plagað landsliðskonuna lengi en hún náði að taka þátt á Evrópumótinu í Sviss á síðasta ári. Alls á hún 21 A-landsleik að baki.

Parma er í 10. sæti ítölsku deildarinnar, með sjö stig eftir níu leiki, einu stigi ofar en Genoa þar sem fyrrum Blikinn Birta Georgsdóttir mun spila á næsta tímabili.

Margar kveðjustundir hafa verið haldnar á Kópavogsvelli síðustu daga. Fyrir helgi var tilkynnt að Birta færi til Genoa og Andrea Rut Bjarnadóttir væri á leið til Anderlecht. Áður höfðu Samantha Smith og Heiða Ragney Viðarsdóttir vitjað nýrra ævintýra erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×