Fótbolti

Ás­dís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ásdís Karen var í byrjunarliði Braga í bikarnum. 
Ásdís Karen var í byrjunarliði Braga í bikarnum.  braga

Ásdís Karen Halldórsdóttir var í byrjunarliði Braga í 3-2 sigri gegn Benfica í portúgölsku bikarkeppninni í fótbolta.

Malu Schmidt átti stórleik og skoraði öll þrjú mörkin. Hún kom Braga tvívegis yfir og var búinn að tryggja sigurinn áður en Benfica minnkaði muninn undir blálokin.

Benfica er besta lið Portúgals, í efsta sæti úrvalsdeildarinnar sem liðið hefur unnið síðustu sjö ár í röð. Braga situr í sjöunda sæti sömu deildar.

Þetta var hins vegar bikarleikur en í Portúgal byrjar bikarkeppnin með riðlafyrirkomulagi.

Benfica hafði unnið báða leikina í riðlinum hingað til og hefði getað tryggt sig áfram í úrslitakeppnina með sigri, en fyrsti sigur Braga í keppninni gefur Ásdísi Karen og stöllum séns á að komast áfram.


Tengdar fréttir

Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár

Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur yfirgefið Braga eftir einungis hálft ár í herbúðum portúgalska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×