Fótbolti

Sjáðu bæði mörk Viktors í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Bjarki Daðason skoraði tvennu í æfingarleik í gær.
Viktor Bjarki Daðason skoraði tvennu í æfingarleik í gær. @fc_kobenhavn

Viktor Bjarki Daðason týndi ekkert markaskónum sínum yfir jólahátíðina og byrjar undirbúningstímabilið vel með FC Kaupmannahöfn.

FCK gerði 4-4 jafntefli í æfingarleik á móti austurríska félaginu Sturm Graz í gær en íslenski framherjinn skoraði tvö fyrstu mörk danska liðsins.

Viktor Bjarki skoraði fyrst með skalla á 16. mínútu og jafnaði þá metin í 1-1. Íslenski framherjinn hefur margoft sýnt að hann er sterkur í loftinu og þetta var enn eitt dæmið um það.

Hann minnkaði síðan muninn í 3-2 á 60. mínútu með yfirveguðu skoti úr teignum. FCK lenti 4-2 undir en skoraði tvö síðustu mörk leiksins.

Viktor Bjarki er búinn að skora sex mörk í fjórtán leikjum með aðalliði FCK í keppnisleikjum vetur, þar af fjögur í þremur bikarleikjum og tvö í fjórum Meistaradeildarleikjum.

Hann hefur þó bara spilað í 612 mínútur samtals og er því sautján ára gamall að skora á 102 mínútna fresti með stærsta liði Danmerkur.

Hér fyrir neðan má sjá bæði þessi mörk hjá Viktori á móti Sturm Graz en FCK setti myndband með þeim inn á miðla sína. Það er hægt að sjá myndbandið með því að smella á myndina hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×