Andstæðan við lóðabrask Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 15. janúar 2026 23:32 Pétur Marteinsson segir að ekki hafi þurft að upplýsa borgina um breytt eignarhald félagins sem heldur utan um umrædda lóð í Vatnsmýri. Vísir/Bjarni Pétur Marteinsson sem vill leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir að miklar tafir á uppbyggingaráformum hans og félaga í Nýja Skerjafirði hafi gert það að verkum að þeir hafi ákveðið að selja lóðina sem þeim var úthlutað á svæðinu. Alls hafi 69 milljónir króna fallið í hans hlut sem hafi að stórum hluta farið í launakostnað. Reykjavíkurborg segir tafirnar vegna ágreinings ríkis og borgar um lóðina. Pétur og tveir aðrir félagar stofnuðu félagið HOOS 1 sem sigraði hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar um uppbyggingu hagkvæms húsnæðis í Nýja Skerjafirði árið 2018. Félagið fékk úthlutað um fimm þúsund fermetrum fyrir allt að 140 íbúðir. Félagarnir greiddu tæpar 50 milljónir fyrir lóðina og áttu að greiða 430 milljónir þegar hún yrði tilbúin. Klippa: Segir kærumál og pólitík hafi tafið ferlið Töluverður kostnaður við verkefnið Pétur segist hafa unnið að verkefninu með sérfræðingum næstu fimm ár en kærumál og pólitík hafi tafið allt ferlið. Engar framkvæmdir eru hafnar á umræddri lóð. „Það komu engar tekjur inn í félagið á þessum tíma. Við fengum til okkar arkitekta og verkfræðinga þannig það var töluverður kostnaður. Þannig að við fáum hluthafa inn í verkefnið með okkur og þegar þetta dregst enn á langinn þá erum við keyptir út,“ segir Pétur. Lóðin umrædda er í Nýja Skerjafirði.Vísir/ívar fannar Það var fjárfestingarfélagið Miðbæjareignir, sem er í eigu Kjalar, sem keypti allt hlutafé í HOOS 1 árið 2023. Þrír hluthafar þess fengu samtals 207 milljónir fyrir söluna, þar af fékk Pétur 69 milljónir í sinn hlut. Blaðamann þurft til þess að hann fór úr stjórn „69 milljónir eru há upphæð í svona eingreiðslu en ef maður lítur á það að þetta er vinna fyrir fimm ára tímabil og allur kostnaður við að reka skrifstofu og annað slíkt þá útleggst þetta ekki sem há laun á mánuði fyrir þennan tíma. Ég er stoltur af þessu verkefni. Ég vona svo innilega að það verði að veruleika.“Pétur segist hafa setið áfram í stjórn HOOS 1 sem muni halda áfram með verkefnið en hætt í stjórn í kjölfar þess að hann ákvað að bjóða sig fram. „Ég ákvað að henda mér inn í pólitíkina. Þá fannst mér eðlilegt að segja mig út úr þessu. Það þurfti meira að segja blaðamann til að minna mig á að ég væri í stjórninni því það hafa ekki verið neinir fundir.“ Ekki um að ræða lóðabrask Einhver kann að velta fyrir sér hvort um einhvers konar lóðabrask sé að ræða? „Þetta er í rauninni andstæðan við lóðabrask. Við vildum byrja að byggja. Kerfið þvældist fyrir okkur og pólitíkin og alls konar kærumál,“ segir Pétur. Upplýstuð þið borgina um breytingu á eignarhaldi á HOOS 1? „Nei, enda þurfti þess ekki. Verkefnið stendur alveg fyrir sínu.“ Pétur segir að mögulega hefði hann átt að skýra málið betur um leið og það kom fram í fjölmiðlum. „Ég var óreyndur kannski í þessu. En mér finnst bara gott að geta talað við þig og að þetta sé komið fram núna.“ Tafist vegna deilu við ríkisvaldið Samkvæmt upplýsingum frá borginni þarf ekki að leita samþykkis hjá borgarráði verði breytingar á eignarhaldi félags sem hefur fengið úthlutað lóð. Ástæðan fyrir töfum á uppbyggingu sé sú að ríkið hafi afsalað sér landi við Skerjafjörð til borgarinnar fyrir tíu árum og samið um uppbyggingu en ekki efnt sinn hluta samningsins. Það hafi hins vegar borgin gert. Pólitískur ágreiningur ríkis og borgar tengist flugvellinum í Vatnsmýri. Reykjavík Samfylkingin Skipulag Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Pétur Marteinsson, sem vill leiða lista Samfylkingar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, segir að markmið hans hafi aldrei verið að kaupa lóðir til þess að selja síðar með hagnaði. Fram hefur komið að hann hafi fengið 69 milljónir króna í sinn hlut eftir sölu á lóð í Skerjafirði fyrir tveimur árum. Hann segir undirbúning byggingu ódýrra íbúða á lóðinni hafa verið aðalstarf hans í fimm ár. Fyrir það hafi hann verið með reiknuð laun upp á 25 milljónir króna, sem gerir 417 þúsund krónur á mánuði. 15. janúar 2026 13:23 Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Félag í eigu Péturs Marteinssonar sem býður sig fram sem oddviti í prófkjöri Samfylkingar fékk 69 milljónir króna fyrir sölu á hlut í lóð í Skerjafirði sem hann og viðskiptafélagar hans fyrirhuguðu að byggja íbúðir á fyrir tveimur árum. Hann segist hafa unnið að verkefninu í fimm ár en uppbygging hafi tafist vegna kerfislegra og pólitískra þátta. Það hafi því verið ákveðið að selja félagið sem heldur á lóðinni til annarra eigenda. 15. janúar 2026 11:35 Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Nýtt ár, ný tækifæri sagði skáldið og það á svo sannarlega við í ráðhúsinu því það styttist óðfluga í sveitastjórnarkosningar. Það má segja að kosningabaráttan sé í þann mund að fara á flug enda er pískrað um samgöngumál og prófkjör á öllum kaffistofum landsins. 14. janúar 2026 13:02 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Alls hafi 69 milljónir króna fallið í hans hlut sem hafi að stórum hluta farið í launakostnað. Reykjavíkurborg segir tafirnar vegna ágreinings ríkis og borgar um lóðina. Pétur og tveir aðrir félagar stofnuðu félagið HOOS 1 sem sigraði hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar um uppbyggingu hagkvæms húsnæðis í Nýja Skerjafirði árið 2018. Félagið fékk úthlutað um fimm þúsund fermetrum fyrir allt að 140 íbúðir. Félagarnir greiddu tæpar 50 milljónir fyrir lóðina og áttu að greiða 430 milljónir þegar hún yrði tilbúin. Klippa: Segir kærumál og pólitík hafi tafið ferlið Töluverður kostnaður við verkefnið Pétur segist hafa unnið að verkefninu með sérfræðingum næstu fimm ár en kærumál og pólitík hafi tafið allt ferlið. Engar framkvæmdir eru hafnar á umræddri lóð. „Það komu engar tekjur inn í félagið á þessum tíma. Við fengum til okkar arkitekta og verkfræðinga þannig það var töluverður kostnaður. Þannig að við fáum hluthafa inn í verkefnið með okkur og þegar þetta dregst enn á langinn þá erum við keyptir út,“ segir Pétur. Lóðin umrædda er í Nýja Skerjafirði.Vísir/ívar fannar Það var fjárfestingarfélagið Miðbæjareignir, sem er í eigu Kjalar, sem keypti allt hlutafé í HOOS 1 árið 2023. Þrír hluthafar þess fengu samtals 207 milljónir fyrir söluna, þar af fékk Pétur 69 milljónir í sinn hlut. Blaðamann þurft til þess að hann fór úr stjórn „69 milljónir eru há upphæð í svona eingreiðslu en ef maður lítur á það að þetta er vinna fyrir fimm ára tímabil og allur kostnaður við að reka skrifstofu og annað slíkt þá útleggst þetta ekki sem há laun á mánuði fyrir þennan tíma. Ég er stoltur af þessu verkefni. Ég vona svo innilega að það verði að veruleika.“Pétur segist hafa setið áfram í stjórn HOOS 1 sem muni halda áfram með verkefnið en hætt í stjórn í kjölfar þess að hann ákvað að bjóða sig fram. „Ég ákvað að henda mér inn í pólitíkina. Þá fannst mér eðlilegt að segja mig út úr þessu. Það þurfti meira að segja blaðamann til að minna mig á að ég væri í stjórninni því það hafa ekki verið neinir fundir.“ Ekki um að ræða lóðabrask Einhver kann að velta fyrir sér hvort um einhvers konar lóðabrask sé að ræða? „Þetta er í rauninni andstæðan við lóðabrask. Við vildum byrja að byggja. Kerfið þvældist fyrir okkur og pólitíkin og alls konar kærumál,“ segir Pétur. Upplýstuð þið borgina um breytingu á eignarhaldi á HOOS 1? „Nei, enda þurfti þess ekki. Verkefnið stendur alveg fyrir sínu.“ Pétur segir að mögulega hefði hann átt að skýra málið betur um leið og það kom fram í fjölmiðlum. „Ég var óreyndur kannski í þessu. En mér finnst bara gott að geta talað við þig og að þetta sé komið fram núna.“ Tafist vegna deilu við ríkisvaldið Samkvæmt upplýsingum frá borginni þarf ekki að leita samþykkis hjá borgarráði verði breytingar á eignarhaldi félags sem hefur fengið úthlutað lóð. Ástæðan fyrir töfum á uppbyggingu sé sú að ríkið hafi afsalað sér landi við Skerjafjörð til borgarinnar fyrir tíu árum og samið um uppbyggingu en ekki efnt sinn hluta samningsins. Það hafi hins vegar borgin gert. Pólitískur ágreiningur ríkis og borgar tengist flugvellinum í Vatnsmýri.
Reykjavík Samfylkingin Skipulag Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Pétur Marteinsson, sem vill leiða lista Samfylkingar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, segir að markmið hans hafi aldrei verið að kaupa lóðir til þess að selja síðar með hagnaði. Fram hefur komið að hann hafi fengið 69 milljónir króna í sinn hlut eftir sölu á lóð í Skerjafirði fyrir tveimur árum. Hann segir undirbúning byggingu ódýrra íbúða á lóðinni hafa verið aðalstarf hans í fimm ár. Fyrir það hafi hann verið með reiknuð laun upp á 25 milljónir króna, sem gerir 417 þúsund krónur á mánuði. 15. janúar 2026 13:23 Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Félag í eigu Péturs Marteinssonar sem býður sig fram sem oddviti í prófkjöri Samfylkingar fékk 69 milljónir króna fyrir sölu á hlut í lóð í Skerjafirði sem hann og viðskiptafélagar hans fyrirhuguðu að byggja íbúðir á fyrir tveimur árum. Hann segist hafa unnið að verkefninu í fimm ár en uppbygging hafi tafist vegna kerfislegra og pólitískra þátta. Það hafi því verið ákveðið að selja félagið sem heldur á lóðinni til annarra eigenda. 15. janúar 2026 11:35 Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Nýtt ár, ný tækifæri sagði skáldið og það á svo sannarlega við í ráðhúsinu því það styttist óðfluga í sveitastjórnarkosningar. Það má segja að kosningabaráttan sé í þann mund að fara á flug enda er pískrað um samgöngumál og prófkjör á öllum kaffistofum landsins. 14. janúar 2026 13:02 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Pétur Marteinsson, sem vill leiða lista Samfylkingar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, segir að markmið hans hafi aldrei verið að kaupa lóðir til þess að selja síðar með hagnaði. Fram hefur komið að hann hafi fengið 69 milljónir króna í sinn hlut eftir sölu á lóð í Skerjafirði fyrir tveimur árum. Hann segir undirbúning byggingu ódýrra íbúða á lóðinni hafa verið aðalstarf hans í fimm ár. Fyrir það hafi hann verið með reiknuð laun upp á 25 milljónir króna, sem gerir 417 þúsund krónur á mánuði. 15. janúar 2026 13:23
Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Félag í eigu Péturs Marteinssonar sem býður sig fram sem oddviti í prófkjöri Samfylkingar fékk 69 milljónir króna fyrir sölu á hlut í lóð í Skerjafirði sem hann og viðskiptafélagar hans fyrirhuguðu að byggja íbúðir á fyrir tveimur árum. Hann segist hafa unnið að verkefninu í fimm ár en uppbygging hafi tafist vegna kerfislegra og pólitískra þátta. Það hafi því verið ákveðið að selja félagið sem heldur á lóðinni til annarra eigenda. 15. janúar 2026 11:35
Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Nýtt ár, ný tækifæri sagði skáldið og það á svo sannarlega við í ráðhúsinu því það styttist óðfluga í sveitastjórnarkosningar. Það má segja að kosningabaráttan sé í þann mund að fara á flug enda er pískrað um samgöngumál og prófkjör á öllum kaffistofum landsins. 14. janúar 2026 13:02
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent