Fótbolti

Albert fær liðsfélaga frá Leeds

Sindri Sverrisson skrifar
Jack Harrison var í litlu hlutverki hjá Leeds í vetur.
Jack Harrison var í litlu hlutverki hjá Leeds í vetur. Getty/Shaun Botterill

Albert Guðmundsson er að fá nýjan liðsfélaga hjá ítalska knattspyrnufélaginu Fiorentina en það er enski kantmaðurinn Jack Harrison sem kemur að láni frá Leeds.

Harrison, sem er 29 ára gamall, hefur spilað þrettán leiki fyrir Leeds á þessari leiktíð og þar af aðeins þrjá sem byrjunarliðsmaður.

Áður var Harrison að láni í tvær leiktíðir hjá Everton.

Fiorentina hefur einnig tryggt sér krafta Ísraelans Manor Solomon, sem kom að láni frá Tottenham, og Marco Brescianini sem kom að láni frá Atalanta.

Fiorentina er í þriðja neðsta sæti ítölsku A-deildarinnar, stigi fyrir ofan neðstu liðin og þremur stigum frá næsta örugga sæti.

Næsti leikur Fiorentina er við Bologna á útivelli á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×