Íslenski boltinn

KR fær tvo unga Ganverja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fuseini Issah og Fredrick Delali í búningi KR.
Fuseini Issah og Fredrick Delali í búningi KR. kr

Tveir ganverskir fótboltamenn, Fuseini Issah og Fredrick Delali, eru gengnir í raðir KR.

Í gær greindi KR frá því að félagið hefði stofnað til samstarfs við Field Masters Academy, knattspyrnuakademíu í Gana. Einn liður í því samstarfi er að efnilegir leikmenn frá Gana fái tækifæri til að spreyta sig með KR.

Issah og Delali eru fyrstu leikmennirnir sem koma til KR í gegnum samstarfið við Field Masters Academy.

Issah, sem er fæddur 2005, getur leikið allar stöðurnar fremst á vellinum en Delali, sem er tveimur árum yngri, er varnarsinnaður miðjumaður.

Tvímenningarnir eru komnir til landsins og fá leikheimild með KR er félagskiptaglugginn verður opnaður 5. febrúar.

KR endaði í 10. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili en liðið bjargaði sér frá falli með 1-5 sigri á Vestra í lokaumferðinni.

KR mætir Keflavík á Meistaravöllum í 1. umferð Bestu deildarinnar 12. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×