Innlent

Sveitar­stjórnin og Penninn Ey­munds­son í eina sæng

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans Eymundsson er hér í nýja húsnæði fyrirtækisins í Vík í Mýrdal, sem verður opnað í lok mars næstkomandi.
Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans Eymundsson er hér í nýja húsnæði fyrirtækisins í Vík í Mýrdal, sem verður opnað í lok mars næstkomandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað í Vík í Mýrdal enda mikið byggt á staðnum samhliða mikilli fjölgun íbúa. Eftir nokkrar vikur mun Penninn Eymundsson meðal annars opna risaverslun í þorpinu og þá er ný íbúðablokk í byggingu svo eitthvað sé nefnt.

Í dag eru íbúar Mýrdalshrepps um 1.140 talsins en þeim fjölgar stöðugt enda næga atvinnu að hafa, þó mest í kringum ferðaþjónustu. Ýmsar framkvæmdir eru í gangi en sú, sem vekur hvað mesta athygli þessa dagana er nýtt rúmlega þúsund fermetra húsnæði Pennans Eymundsson en þangað ætlar Mýrdalshreppur meðal annars að flytja skrifstofur sínar.

„Það er fyrirhugað að sveitarfélagið flytji í nýtt ráðhús fljótlega á þessu ári og það verður gríðarlega jákvætt að geta boðið starfsfólki sveitarfélagsins upp á nútímalega vinnuaðstöðu og betra starfsumhverfi,” segir Einar Freyr.

Hárgreiðslustofa verður líka í nýja húsinu og nú er verið að reyna að fá apótek líka í húsið.

„Okkur fjölgar ört, við erum að stækka og verkefnin eru alltaf að verða margslungnari en íbúafjöldinn hefur rúmlega tvöfaldast á tíu árum og það er mikið byggt af íbúðarhúsnæði. Það er núna verið að byggja aðra blokk, bara framkvæmdir yfirstandandi núna,” segir Einar Freyr.

Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps er mjög ánægður með þá miklu uppbyggingu, sem á sér stað í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og þið eruð að fá risa fyrirtæki, Pennann Eymundsson til ykkar, ertu ekki ánægður með það?

„Jú, það er einmitt eitt af þessu, að fá fjölbreyttari verslun og þjónustu og það er bara gríðarlega jákvætt að sjá það gerast.

Í dag eru íbúar Mýrdalshrepps um 1.140 talsins en þeim fjölgar stöðugt enda næga atvinnu að hafa, þó mest í kringum ferðaþjónustu. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Forstjóri Pennans Eymundsson segir að nýja verslunin verði opnuð núna í lok mars en af hverju Vík?

„Hér er bara mjög mikið að gerast, það er mikil uppbygging hérna og það er auðvitað mikil ferðaþjónusta hér í gangi og við viljum vera þar sem fólkið er,” segir Ingimar Jónsson.

Og þú heldur að þetta muni alveg svínvirka eða hvað?

„Ég er ekki í vafa um það,” segir Ingimar brattur og hress.

Nýj byggingin er við þjóðveginn þegar ekið er í gegnum þorpið í Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimasiða Mýrdalshrepps




Fleiri fréttir

Sjá meira


×