Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. janúar 2026 08:01 Nik segir leikmönnum til á æfingu gærdagsins í Kristianstad. Vísir/Sigurður Már Nik Chamberlain er hægt og rólega að aðlagast nýju umhverfi í Svíþjóð eftir um áratug á Íslandi. Hann tók við Íslendingaliði Kristianstad um áramótin og segist ætla að læra hratt inn á nýtt starf. Hann muni þó gera mistök á leiðinni. „Það gengur vel. Þetta er friðsæll og góður lítill bær. Síðasta vika hefur auðvitað verið aðeins fjörlegri með komu allra Íslendinganna vegna handboltans. Að öðru leyti hef ég verið að aðlagast hægt og rólega nýju umhverfi,“ segir Nik sem flutti frá Íslandi til Svíþjóðar um áramótin. Hann segir aðlögunina ganga vel er hann kynnist nýju samstarfsfólki og leikmönnum. „Liðið hefur tekið vel í hugmyndirnar okkar. Samfélagið í kringum liðið hefur einnig hjálpað mikið til varðandi keyrslu og að hafa upp á húsgögnum og slíkt. Við Sævar (Örn Ingólfsson, styrktarþjálfari Kristianstad) stöndum í þessu saman,“ segir Nik sem er loks að ná að skapa eðlilegt heimilislíf eftir flutninga. „Ég fékk rúmið mitt loksins á laugardaginn og gengið frá WiFi í gær svo ég get loks farið að lifa eðlilegu lífi og einblínt á lífið. Það var ekkert stórkostlegt að vera á vindsæng með bara einn stól í íbúðinni í viku eða svo. Núna er fullur fókus á liðið og ég hlakka til að boltinn fari að rúlla. Fyrsti æfingaleikurinn er á laugardaginn.“ Hver er helsti munurinn á Breiðabliki og Kristianstad? „Hraðinn og orkan er aðeins meiri hér. Þetta er skrefi ofar. En ég var nú bara rétt að byrja, þetta hafa verið tvær og hálf vika. En þetta er skrefi ofar,“ segir Chamberlain. En hver eru hans markmið í starfi? „Ég vil halda áfram að byggja upp fagmannlegheit. Ég hef ekki enn sett markmið um hvað við viljum afreka inni á vellinum varðandi sæti í deild eða slíkt. Úrslitin skila sér og við viljum gera betur eftir því sem líður á tímabilið,“ „Þetta er nýtt fyrir mér, að aðlagast nýrri deild, nýjum leikmönnum og nýjum stað. Ég hef ekki gert það. Þegar ég tók við Þrótti og svo Breiðabliki hafði ég búið þar og spilað um hríð,“ „Ég vona að við getum byggt okkur upp leik fyrir leik. Ég mun gera mörg mistök í ár. En þetta er spurning um að læra af þeim og að þetta ár fari í lærdóm fyrir mig og liðið. Svo keyrum við á þetta af fullum krafti í sumar,“ segir Nik að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
„Það gengur vel. Þetta er friðsæll og góður lítill bær. Síðasta vika hefur auðvitað verið aðeins fjörlegri með komu allra Íslendinganna vegna handboltans. Að öðru leyti hef ég verið að aðlagast hægt og rólega nýju umhverfi,“ segir Nik sem flutti frá Íslandi til Svíþjóðar um áramótin. Hann segir aðlögunina ganga vel er hann kynnist nýju samstarfsfólki og leikmönnum. „Liðið hefur tekið vel í hugmyndirnar okkar. Samfélagið í kringum liðið hefur einnig hjálpað mikið til varðandi keyrslu og að hafa upp á húsgögnum og slíkt. Við Sævar (Örn Ingólfsson, styrktarþjálfari Kristianstad) stöndum í þessu saman,“ segir Nik sem er loks að ná að skapa eðlilegt heimilislíf eftir flutninga. „Ég fékk rúmið mitt loksins á laugardaginn og gengið frá WiFi í gær svo ég get loks farið að lifa eðlilegu lífi og einblínt á lífið. Það var ekkert stórkostlegt að vera á vindsæng með bara einn stól í íbúðinni í viku eða svo. Núna er fullur fókus á liðið og ég hlakka til að boltinn fari að rúlla. Fyrsti æfingaleikurinn er á laugardaginn.“ Hver er helsti munurinn á Breiðabliki og Kristianstad? „Hraðinn og orkan er aðeins meiri hér. Þetta er skrefi ofar. En ég var nú bara rétt að byrja, þetta hafa verið tvær og hálf vika. En þetta er skrefi ofar,“ segir Chamberlain. En hver eru hans markmið í starfi? „Ég vil halda áfram að byggja upp fagmannlegheit. Ég hef ekki enn sett markmið um hvað við viljum afreka inni á vellinum varðandi sæti í deild eða slíkt. Úrslitin skila sér og við viljum gera betur eftir því sem líður á tímabilið,“ „Þetta er nýtt fyrir mér, að aðlagast nýrri deild, nýjum leikmönnum og nýjum stað. Ég hef ekki gert það. Þegar ég tók við Þrótti og svo Breiðabliki hafði ég búið þar og spilað um hríð,“ „Ég vona að við getum byggt okkur upp leik fyrir leik. Ég mun gera mörg mistök í ár. En þetta er spurning um að læra af þeim og að þetta ár fari í lærdóm fyrir mig og liðið. Svo keyrum við á þetta af fullum krafti í sumar,“ segir Nik að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti