Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar 20. janúar 2026 17:33 Samfylkingarfólk í Reykjavík stendur nú frammi fyrir áhugaverðu vali þar sem tveir frambjóðendur keppa um oddvitasætið. Báðir kandídatar eru í fyrsta sinn að sækjast eftir að leiða framboðslista Samfylkingarinnar. Það er nefnilega þannig, að þó að Heiða Björg búi yfir mikilli reynslu í borgarmálunum, er hún nýr leiðtogi jafnaðarfólks á því sviði. Ferill Heiðu sem stjórnmálamanns er reyndar dálítið merkilegur, og athygli verður. Heiða er eiginlega andstæðan við það sem stundum er kallað ,,lukkuriddarar” í pólitík. Hún varð formaður framkvæmdastjórnar og síðar varaformaður Samfylkingarinnar á einstaklega krefjandi tímum fyrir flokkinn, sem þá var hvorki líklegt til vinsælda né þæginda. Traust samflokkssystkina sinna sem hún vann sér inn fyrir þau störf var innsiglað með sannfærandi sigri í varaformannskjöri. Í borgarpólitíkinni vann Heiða sig smám saman til meiri metorða og varð óskoraður leiðtogi í velferðarmálum borgarinnar. Þar hefur hún einnig unnið ötullega að málaflokkum sem ekki endilega tryggja vinsældaratkvæði, svo sem uppbyggingu á þjónustu og úrræðum fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóma og heimilisleysi. Á meðan hún sinnti þeim málum þurfti Heiða reglulega að verja stöðu sína í prófkjörum flokksins - og alltaf haft sigur. Þegar Dagur B. Eggertsson færði sig yfir í landsmálin varð Heiða að leiðtoga Samfylkingarinnar í borginni - og, samkvæmt samkomulagi, varð Einar Þorsteinsson á sama tíma borgarstjóri. Einari nægði það þó greinilega ekki og ætlaði með refskák að stokka upp meirihlutann og mynda nýjan til hægri. Sýndi sig þá hve mikilhæfur stjórnmálamaður Heiða er, sem skaut refskák Einars ref fyrir rass og myndaði nýjan meirihluta frá miðju til vinstri. Það hefði enginn annar geta gert við þessar aðstæður, enda Heiða vel tengd þvert á flokka og nýtur trausts þeirra sem unnið hafa með henni. Frekari sönnur þess er sigur Heiðu í kjöri til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga - embætti sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur getað gengið að vísu um áratugaskeið. Sömuleiðis leiddi Heiða stjórnmálakonur þvert á flokka til að stíga fram undir merkjum #metoo, merkisframlag til kvenréttindabaráttu síðari ára. Þessi reynsla, saga og eiginleikar benda líka til þess að Heiða, framar öðrum, er líkleg til að hafa pólitíska nefið, traustið og tengslin til að geta myndað meirihluta að borgarstjórnarkosningum loknum. Heiða er stjórnmálamaður af þeirri gerð sem að mest eftirspurn ætti að vera eftir: Berst ekki óþarflega á, vinnuþjarkur sem kemur málefnum sínum til framkvæmda og sigrar þá pólitísku slagi sem að höndum ber án þess að leita þá uppi. Það á vissulega enginn neitt í pólitík, svo að sá þreytti frasi sé rifjaður upp. En það er samt skynsamlegt að meta fólk að verðleikum og sögu þeirra. Sé það gert er augljóst að Heiða er rétta manneskjan til að leiða Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningum í vor. Ég vona og treysti að jafnaðarfélagar mínir í Reykjavík tryggi það í prófkjöri vikunnar. Höfundur er stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingarfólk í Reykjavík stendur nú frammi fyrir áhugaverðu vali þar sem tveir frambjóðendur keppa um oddvitasætið. Báðir kandídatar eru í fyrsta sinn að sækjast eftir að leiða framboðslista Samfylkingarinnar. Það er nefnilega þannig, að þó að Heiða Björg búi yfir mikilli reynslu í borgarmálunum, er hún nýr leiðtogi jafnaðarfólks á því sviði. Ferill Heiðu sem stjórnmálamanns er reyndar dálítið merkilegur, og athygli verður. Heiða er eiginlega andstæðan við það sem stundum er kallað ,,lukkuriddarar” í pólitík. Hún varð formaður framkvæmdastjórnar og síðar varaformaður Samfylkingarinnar á einstaklega krefjandi tímum fyrir flokkinn, sem þá var hvorki líklegt til vinsælda né þæginda. Traust samflokkssystkina sinna sem hún vann sér inn fyrir þau störf var innsiglað með sannfærandi sigri í varaformannskjöri. Í borgarpólitíkinni vann Heiða sig smám saman til meiri metorða og varð óskoraður leiðtogi í velferðarmálum borgarinnar. Þar hefur hún einnig unnið ötullega að málaflokkum sem ekki endilega tryggja vinsældaratkvæði, svo sem uppbyggingu á þjónustu og úrræðum fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóma og heimilisleysi. Á meðan hún sinnti þeim málum þurfti Heiða reglulega að verja stöðu sína í prófkjörum flokksins - og alltaf haft sigur. Þegar Dagur B. Eggertsson færði sig yfir í landsmálin varð Heiða að leiðtoga Samfylkingarinnar í borginni - og, samkvæmt samkomulagi, varð Einar Þorsteinsson á sama tíma borgarstjóri. Einari nægði það þó greinilega ekki og ætlaði með refskák að stokka upp meirihlutann og mynda nýjan til hægri. Sýndi sig þá hve mikilhæfur stjórnmálamaður Heiða er, sem skaut refskák Einars ref fyrir rass og myndaði nýjan meirihluta frá miðju til vinstri. Það hefði enginn annar geta gert við þessar aðstæður, enda Heiða vel tengd þvert á flokka og nýtur trausts þeirra sem unnið hafa með henni. Frekari sönnur þess er sigur Heiðu í kjöri til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga - embætti sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur getað gengið að vísu um áratugaskeið. Sömuleiðis leiddi Heiða stjórnmálakonur þvert á flokka til að stíga fram undir merkjum #metoo, merkisframlag til kvenréttindabaráttu síðari ára. Þessi reynsla, saga og eiginleikar benda líka til þess að Heiða, framar öðrum, er líkleg til að hafa pólitíska nefið, traustið og tengslin til að geta myndað meirihluta að borgarstjórnarkosningum loknum. Heiða er stjórnmálamaður af þeirri gerð sem að mest eftirspurn ætti að vera eftir: Berst ekki óþarflega á, vinnuþjarkur sem kemur málefnum sínum til framkvæmda og sigrar þá pólitísku slagi sem að höndum ber án þess að leita þá uppi. Það á vissulega enginn neitt í pólitík, svo að sá þreytti frasi sé rifjaður upp. En það er samt skynsamlegt að meta fólk að verðleikum og sögu þeirra. Sé það gert er augljóst að Heiða er rétta manneskjan til að leiða Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningum í vor. Ég vona og treysti að jafnaðarfélagar mínir í Reykjavík tryggi það í prófkjöri vikunnar. Höfundur er stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun