Innlent

Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin virðist hafa verið tíðindalítil á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin virðist hafa verið tíðindalítil á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Húseigandi á höfuðborgarsvæðinu setti sig í samband við lögreglu í gærkvöldi eða nótt og tilkynnti um að brotist hefði verið inn hjá sér. Lögregla fór strax á staðinn, enda aðstæður þannig að húsráðandi hafði fundið innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu.

Viðkomandi var handtekinn og fluttur í fangageymslu, þar sem hann mun dvelja þar til hægt verður að taka af honum skýrslu. Ætlar lögregla að hann hafi verið undir „verulegum áhrifum“ fíkniefna.

Nokkrar tilkynningar bárust um ungmenni að fikta með flugelda og þá var ökumaður handtekinn eftir að hafa orðið valdur að umferðarslysi en hann er grunaður um ölvun við akstur. Tveir voru stöðvaðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi og þá voru skráningarmerki fjarlægð af þremur bifreiðum, sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×