Innlent

Þrjá­tíu prósent Samfylkingarfélaga greitt at­kvæði það sem af er

Jón Þór Stefánsson skrifar
Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson berjast um fyrsta sætið.
Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson berjast um fyrsta sætið. Vísir/Lýður

Rétt tæp þrjátíu prósent flokksfélaga Samfylkingarinnar í Reykjavík, 2070 manns, höfðu um hálftólfleytið í dag greitt atkvæði í prófkjörinu vegna komandi borgarstjórnarkosninga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn flokksins.

Prófkjörinu lýkur klukkan sex í kvöld og búist er við því að úrslitin verði tilkynnt um klukkustund síðar. 

Allra augu eru á oddvitaslaginum, en þar keppast sitjandi borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, og Pétur Marteinsson um efsta sætið.

Þau tókust á í Pallborðinu á Vísi í gær. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×