Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2026 06:53 Efnt var til mótmæla í Minneapolis og fleiri borgum Bandaríkjanna í gær. Getty/Stephen Maturen Gríðarleg reiði hefur gripið um sig í Minnesota og víðar í Bandaríkjunum í kjölfar þess að hjúkrunafræðingurinn Alex Pretti, 37 ára, var skotinn til bana af fulltrúum innflytjendayfirvalda í Bandaríkjunum á laugardag. Efnt var til mótmæla í Minneapolis og öðrum borgum landsins í gær og þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga og samtaka fordæmt atvikið. Bæði Barack Obama og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, sendu frá sér yfirlýsingar. „Á lífsleiðinni stöndum við frammi fyrir aðeins örfáum augnablikum þar sem ákvarðanirnar sem við tökum og þær aðgerðir sem við grípum til munu móta sögu okkar um árabil. Þetta er eitt af þeim. Ef við gefum frá okkur frelsið eftir 250 ár, fáum við það mögulega aldrei aftur,“ sagði Clinton meðal annars. Over the course of a lifetime, we face only a few moments where the decisions we make and the actions we take will shape our history for years to come. This is one of them. pic.twitter.com/fr4TclLBZd— Bill Clinton (@BillClinton) January 25, 2026 Stjórnvöld hafa haldið áfram að fullyrða að Pretti hafi sjálfur átt sök á því hvernig fór og bent á að hann hafi haft skotvopn meðferðis þegar hann mætti á vettvang, þar sem mótmælendur voru að vekja athygli íbúa í nágrenninu að fulltrúar innflytjendayfirvalda væru mættir á staðinn. Greining á myndskeiðum hefur hins vegar leitt í ljós að Pretti hafði verið afvopnaður þegar hann var skotinn, allt að tíu sinnum, þar sem hann lá í jörðinni með fjóra eða fimm menn ofan á sér. Fullyrðingar yfirvalda þess efnis að Pretti hafi gerst sekur um lögbrot með því að bera skotvopnið hafa verið harðlega gagnrýndar af samtökum skotvopnaeigenda, meðal annars National Rifle Association, sem hafa verið hliðholl Donald Trump Bandaríkjaforseta. Samtökin segja Pretti hafa verið í fullkomnum rétti með því að bera skotvopn, þar sem hann hafði til þess leyfi og hafa kallað eftir rannsókn málsins. This sentiment from the First Assistant U.S. Attorney for the Central District of California is dangerous and wrong.Responsible public voices should be awaiting a full investigation, not making generalizations and demonizing law-abiding citizens. https://t.co/9fMz3CL29o— NRA (@NRA) January 25, 2026 Hvað rannsóknina varðar virðist sagan vera að endurtaka sig en líkt og þegar Renée Good, 37 ára bandarískur ríkisborgari, var skotinn til bana í Minneapolis 7. janúar síðastliðinn, þá hafa alríkisyfirvöld hamlað rannsókn staðaryfirvalda, þrátt fyrir að þau hafi tryggt sér aðgengi með dómsúrskurði. Fjölskylda Pretti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsir bæði sorg og reiði. Pretti hefur verið lýst sem friðelskandi manni, sem hafði ekkert annað á samviskunni en nokkrar umferðarsektir. „Gerið það komið sannleikanum um son okkar á framfæri,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. „Hann var góður maður.“ Trump hefur brugðist við harmleiknum með löngum færslum á Truth Social þar sem hann hælir sjálfum sér og fordæmir Demókrata og ólöglega innflytjendur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Alex Jeffrey Pretti, 37 ára gamall hjúkrunarfræðingur og bandarískur ríkisborgari, var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í gær. Heimvarnarráðherra Bandaríkjanna hélt því fram að Pretti hefði ráðist á fulltrúana, þvert á það sem má sjá á myndefni af vettvangi. 25. janúar 2026 11:04 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Efnt var til mótmæla í Minneapolis og öðrum borgum landsins í gær og þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga og samtaka fordæmt atvikið. Bæði Barack Obama og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, sendu frá sér yfirlýsingar. „Á lífsleiðinni stöndum við frammi fyrir aðeins örfáum augnablikum þar sem ákvarðanirnar sem við tökum og þær aðgerðir sem við grípum til munu móta sögu okkar um árabil. Þetta er eitt af þeim. Ef við gefum frá okkur frelsið eftir 250 ár, fáum við það mögulega aldrei aftur,“ sagði Clinton meðal annars. Over the course of a lifetime, we face only a few moments where the decisions we make and the actions we take will shape our history for years to come. This is one of them. pic.twitter.com/fr4TclLBZd— Bill Clinton (@BillClinton) January 25, 2026 Stjórnvöld hafa haldið áfram að fullyrða að Pretti hafi sjálfur átt sök á því hvernig fór og bent á að hann hafi haft skotvopn meðferðis þegar hann mætti á vettvang, þar sem mótmælendur voru að vekja athygli íbúa í nágrenninu að fulltrúar innflytjendayfirvalda væru mættir á staðinn. Greining á myndskeiðum hefur hins vegar leitt í ljós að Pretti hafði verið afvopnaður þegar hann var skotinn, allt að tíu sinnum, þar sem hann lá í jörðinni með fjóra eða fimm menn ofan á sér. Fullyrðingar yfirvalda þess efnis að Pretti hafi gerst sekur um lögbrot með því að bera skotvopnið hafa verið harðlega gagnrýndar af samtökum skotvopnaeigenda, meðal annars National Rifle Association, sem hafa verið hliðholl Donald Trump Bandaríkjaforseta. Samtökin segja Pretti hafa verið í fullkomnum rétti með því að bera skotvopn, þar sem hann hafði til þess leyfi og hafa kallað eftir rannsókn málsins. This sentiment from the First Assistant U.S. Attorney for the Central District of California is dangerous and wrong.Responsible public voices should be awaiting a full investigation, not making generalizations and demonizing law-abiding citizens. https://t.co/9fMz3CL29o— NRA (@NRA) January 25, 2026 Hvað rannsóknina varðar virðist sagan vera að endurtaka sig en líkt og þegar Renée Good, 37 ára bandarískur ríkisborgari, var skotinn til bana í Minneapolis 7. janúar síðastliðinn, þá hafa alríkisyfirvöld hamlað rannsókn staðaryfirvalda, þrátt fyrir að þau hafi tryggt sér aðgengi með dómsúrskurði. Fjölskylda Pretti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsir bæði sorg og reiði. Pretti hefur verið lýst sem friðelskandi manni, sem hafði ekkert annað á samviskunni en nokkrar umferðarsektir. „Gerið það komið sannleikanum um son okkar á framfæri,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. „Hann var góður maður.“ Trump hefur brugðist við harmleiknum með löngum færslum á Truth Social þar sem hann hælir sjálfum sér og fordæmir Demókrata og ólöglega innflytjendur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Alex Jeffrey Pretti, 37 ára gamall hjúkrunarfræðingur og bandarískur ríkisborgari, var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í gær. Heimvarnarráðherra Bandaríkjanna hélt því fram að Pretti hefði ráðist á fulltrúana, þvert á það sem má sjá á myndefni af vettvangi. 25. janúar 2026 11:04 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Alex Jeffrey Pretti, 37 ára gamall hjúkrunarfræðingur og bandarískur ríkisborgari, var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í gær. Heimvarnarráðherra Bandaríkjanna hélt því fram að Pretti hefði ráðist á fulltrúana, þvert á það sem má sjá á myndefni af vettvangi. 25. janúar 2026 11:04