Innlent

Rann­saka inn­brot á veitinga­stað og þjófnað í skart­gripa­verslun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í nótt.
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í nótt. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar innbrot á veitingastað, þar sem ýmsum munum var stolið. Innbrotsþjófarnir hafa þegar verið handteknir og þýfinu skilað til eigenda. Þá er einnig til rannsóknar þjófnaður í skartgripaverslun.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Þar segir einnig að tilkynning hafi borist um líkamsárás þar sem úðavopni var beitt. Þolandinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og málið í rannsókn.

Lögregla kom einnig að málum þegar tilkynnt var um afar ölvaða konu á veitingastað í miðborginni. Neitaði hún að segja til nafns og hlýða lögreglu og var að lokum fjarlægð af staðnum. Lögregla aðstoðaði einnig mann sem neitaði að greiða fyrir almenningssamgöngur.

Nokkrir voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og þá voru skráningarmerki fjarlægð af fjölda bifreiða sem ýmist voru óskoðuð eða ótryggð.

Veistu meira um málið eða náðir ljósmyndum á vettvangi? Þú getur sent okkur fréttaskot hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×