Fleiri fréttir

Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða

Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins.

Sterk merki um kólnun skýra lækkanir

Hlutabréfaverð hefur lækkað um hátt í þrettán prósent í sumar. Fjárfestar draga upp dekkri mynd en áður af þróun efnahagsmála og halda fremur að sér höndum. Hægst hefur á vexti ferðaþjónustunnar.

Forstjóri Skeljungs hættir

Í kjölfar stefnumótunar stjórnar og stjórnenda hefur stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að breyta skipulagi félagsins.

VÍS bætir upplýsingagjöf til markaðarins

Við viljum efla alla okkar upplýsingagjöf til markaðarins og þetta er eitt skref í því,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri tryggingafélagsins VÍS, í tilefni þess að félagið hefur ákveðið að birta reglulega upplýsingar um samsett hlutfall og greiddar tjónabætur.

Brim sakar lögmann Logos um að hafa í hótunum við starfsmann

Forsvarsmenn Brims hafa kvartað til úrskurðarnefndar lögmanna vegna framgöngu lögmanns eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo. Þeir saka lögmanninn um að hafa haft í hótunum við fyrrverandi starfsmann Brims. Lögmaðurinn vísar ásökununum á bug.

Hætt við sölu Öryggismiðstöðvarinnar

Eigendur Öryggismiðstöðvar Íslands, sem eru meðal annars Hjörleifur Þór Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar og Olíufélagsins Esso, og Guðmundur Ásgeirsson, oft kenndur við Nesskip, hafa hætt við sölu á fyrirtækinu.

Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg

Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu.

Óttast enn eitt höfrungahlaupið í launahækkunum í vetur

Samtök atvinnulífsins telja að mikil hækkun raungengis launa síðustu ár ógni samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Launakostnaður innlendra fyrirtækja hefur hækkað umtalsvert meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands.

Bylting Amazon fyrir kennara komin á markað

Í liðinni viku tilkynntu forsvarsmenn netverslunarrisans Amazon útgáfu nýs tóls fyrir kennara sem auðveldar þeim að þróa kennsluáætlanir fyrir grunnskólanema.

Leiga ódýrari en lántaka

Hagfræðingur norska stórbankans DNB, Kjersti Haugland, spáir því að húsnæðis­verð muni halda áfram að lækka í Ósló til sumarsins 2018.

Von á nýjum græjum frá Apple 12. september

Bandaríski tæknirisinn Apple mun kynna nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði þann 12. september næstkomandi. Fastlega er gert ráð fyrir því að iPhone 8 muni líta dagsins ljós á kynningunni.

Björgólfur og félagar sýknaðir í París

Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum.

Áform WOW air valda titringi á hlutabréfamarkaði

Hlutabréf í bandarísku flugfélögunum Delta, American Airlines og United Airlines féll í verði eftir að WOW air tilkynnti á miðvikudag að félagið hefði bætt við fjórum nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum.

Lífeyrissjóðir hafi allt uppi á borðum

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að íslensku lífeyrissjóðirnir verði að ganga lengra í að auka gagnsæi um starfsemi sína. "Ég álít að það eigi að vera algjört gagnsæi um fjárfestingar lífeyrissjóðanna, til dæmis í hverju þeir fjárfesta, hvernig þeir beita sér, með hvaða stjórnarmanni þeir greiða atkvæði á hluthafafundum og hvaða tillögur þeir leggja fram,“ segir hann.

Innherjar selja bréf í bönkum

Bankastjórar og stjórnarmenn í stærstu bönkum Bandaríkjanna hafa selt hluta af bréfum sínum í bönkunum á þessu ári, samkvæmt nýrri greiningu Financial Times.

Gests augað

Bandaríska stórblaðið Wall Street Journal birti á dögunum umfjöllun um túristaundrið. Niðurstaðan er sú að ferðamennskan, sem eftir hrun hafi bjargað íslensku þjóðinni, sé nú við það að sliga hana.

Facebook í vandræðum

Þúsundur notenda Facebook um allan heim hafa átt í erfiðleikum með að skrá sig inn á samskiptamiðilinn í dag.

Furða sig á aðgerðaleysi Seðlabankans

Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir Seðlabankann ekki ráða vel við að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Miklar gengissveiflur fæli fjárfesta frá krónunni. Greinandi hjá Arion banka segir afar óljóst hvernig Seðlabankinn ætlar að beita sér á gjaldeyrismarkaði.

Sjá næstu 50 fréttir