Viðskipti erlent

Facebook í vandræðum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Notendur jafnt í síma sem tölvu hafa átt erfitt með að komast inn á Facebook.
Notendur jafnt í síma sem tölvu hafa átt erfitt með að komast inn á Facebook. Vísir/Getty
Þúsundur notenda Facebook um allan heim hafa átt í erfiðleikum með að skrá sig inn á samskiptamiðilinn í dag. Aðrir, sem ýmist hafa verið skráðir inn eða hefur tekist það með herkjum, hafa orðið var við að Facebook er þungt í vöfum.

Einhverjir hafa fengið meldingu um að unnið sé að viðgerðum, öðrum er tjáð að aðgangurinn þeirra sé óvirkur. Þannig hafa þeir jafnt átt í vandræðum með að birta færslur sem og að nýta Messenger-spjallforritið.

Notendur í tölvu sem og í snjalltækjum hafa kvartað undan gallanum og þá hafa notendur Instagram, sem er í eigu Facebook, einnig orðið varir við tæknivandamál.

Facebook hefur ekki enn tjáð sig um málið en fréttin verður uppfærð þegar eitthvað liggur fyrir um hvað býr að baki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×