Hildur um veruna í Madrid og landsleik dagsins
Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir er klár í að byrja gegn Noregi í Þjóðadeildinni í fótbolta seinna í dag eftir að hafa glímt við meiðsli upp á síðkastið. Hún er sérstaklega spennt fyrir því að spila á heimavelli Þróttar Reykjavíkur, frá þeim velli á hún góðar minningar.