Sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu
Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferðir við fíknisjúkdómum og er hann sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Samningurinn byggir á fjórum eldri samningum og felur í sér innleiðingu nýrrar dagdeildarmeðferðar á göngudeildum, sem verður sveigjanlegri en áður hefur verið.