Ísland í dag - Minnsta matarbúð Íslands og stólað á heiðarleika!
Minnsta verslun Íslands og þó víðar væri leitað er í Hveragerði. Og þar er enginn að afgreiða heldur stólað á heiðarleika fólks með sjálfsafgreiðslu. Og það virðist þrælvirka. Vala Matt fór og skoðaði þessa einstöku verslun og ræddi við verðlaunakokkinn og frumkvöðulinn Ólaf Reynisson og konu hans Önnu Maríu Eyjólfsdóttur sem hafa þvílíkt slegið í gegn með nýstárlegum eldunaraðferðum með hveragufuna. Ólafur hefur meðal annars bakað gríðarlega vinsæl hverabrauð og svo notar hann til dæmis gamla uppþvottavél sem hann breytti í hveragufuvél og þar bakar hann dýrindis kökur.