Ísland í dag - Bandaríska stórborgarstelpan sem gerðist hestabóndi á Íslandi

Í þætti kvöldsins fáum við að heyra óvenjulega ástarsögu.Þegar hin bandaríska Nicole Zodhi fór í tíu daga ferðalag til Íslands árið 2021 átti hún allra síst von á því að kolfalla fyrir landi og þjóð, og hvað þá að kolfalla fyrir íslenskum leiðsögumanni sem er 23 árum eldri en hún. Hún sagði skilið við ameríska drauminn, elti ástina hingað til lands og í dag, fjórum árum síðar, er hún orðin hestabóndi á Suðurlandi og hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Ísland í dag heimsótti Nicole og eiginmann hennar, Einar Þór Jóhannson.

125
14:33

Vinsælt í flokknum Ísland í dag