Ísland í dag - Safnaði og talaði við rusl í æsku
Pétur Jóhann Sigfússon hefur glatt þjóðina í 20 ár, en árið 1999 sigraði hann í keppninni Fyndnasti maður Íslands. Í Íslandi í dag í kvöld hittir hann Kjartan Atla og ganga þeir saman um Garðabæinn, þar sem Pétur ólst upp. Í þættinum segir Pétur áhorfendum frá óborganlegum sögum, en hann brallaði ýmislegt í æsku. Hann tók þátt í fegurðarsamkeppni í Garðaskóla, safnaði smáhlutum og átti erfitt með að taka eftir í tímum þó svo að hann glósaði allt samviskusamlega.