Sendir ágóðann til Úkraínu
Úkraínska listakonan Larisa Kirichenko opnaði í dag sýninguna Úkraínsk blóm í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Larisa er fædd árið 1966 í Kænugarði í Úkraínu og hefur unnið þar en flúði hingað til lands ásamt aldraðri móður sinni í lok síðasta árs. Sýningin er opin til 6. maí og mun allt söluandvirði verkanna renna til sjúkrahúsa í Kænugarði.