Hafa misst útlimi en vilja halda áfram að hjálpa
Særðir úkraínumenn sem vinna að því að ná bata segjast þrá fátt heitar en að stríðinu ljúki og vilja halda áfram að berjast fyrir landið sitt. Það sé sárt til þess að hugsa ef samið yrði um falskan frið á forsendum Rússa.