Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd 0:00
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Kynngimögnuð sveit í bakgarði Reykjavíkur

      Selvogur býr yfir kynngimagnaðri sögu, ber einkenni afskekktrar eyðisveitar en er samt í útjaðri Reykjavíkur. Þar bjó galdrapresturinn Eiríkur í Vogsósum, stórskáldið Einar Benediktsson var í sjálfskipaðri útlegð í Herdísarvík en sveitin er þó frægust fyrir Strandarkirkju, mestu áheitakirkju Íslands, vegna helgisögunnar um sjómennina og engilinn. Kristján Már Unnarsson fjallaði um mannlíf í Selvogi fyrr og nú í þættinum Um land allt á Stöð 2 í haust, hitti sauðfjárbónda, listakonu, pylsusala, kaffihússeiganda og ungan bílaviðgerðamann, eina barnið í sveitinni. Þáttinn má nú sjá hér á Vísi.

      23863
      26:34

      Vinsælt í flokknum Um land allt