Breki hlessa á dómum
Þrátt fyrir að skilmálar óverðtryggðra og verðtryggðra lána Landsbankans hafi í dag verið dæmdir ólöglegir sýknaði Hæstiréttur bankann af öllum kröfum neytenda því ekkert tjón hafi hlotist. Formaður neytendasamtakanna segist hlessa á dómunum.