Hjólastólakörfubolti kynntur í Kringlunni
Hjólastólakörfubolti var kynntur fyrir almenningi í dag í Kringlunni í tilefni þess að opnað var fyrir æfingar fyrir fötluð börn um helgina. Landsliðsmenn í körfubolta prófuðu að spila körfubolta í hjólastól og viðurkenndu að það væri svolítið erfiðara.