Bretar slitu viðræðum við Ísraela
Bretar slitu í dag viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning milli ríkjanna og tilkynntu um viðskiptaþvinganir gagnvart landtökufólki á Vesturbakkanum. Harðari tónn er að færast í málflutning þjóðarleiðtoga og í gær fordæmdu Bretar, Frakkar og Kanadamenn framferði Ísraela í sameiginlegri yfirlýsingu.