Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Þingmaður sendir frá sér bók um eldgosið

Kolbeinn Óttarsson Proppé er að senda frá sér um þessar mundir bók um eldgos og fjallar þar meðal annars um það gos sem nú er yfirstandandi í Geldingadölum á Reykjanesi – sem er reyndar kjördæmi þar sem Kolbeinn ætlar sér að sækja fram í.

Innlent
Fréttamynd

Krakkarnir sem krefjast lækkunar kosningaaldurs

Um árabil hefur komið upp sú hugmynd í þjóðfélaginu að lækka kosningaaldur niður í 16 ár. Í gegnum tíðina hefur alls kyns fólk þurft að berjast fyrir réttinum til þess að kjósa. Við lærum í skólanum um það þegar barist var fyrir kosningarétti kvenna, fátækra og ungs fólks. Nú er komið að því að kosningaaldurinn verði lækkaður úr 18 í 16 ára aldur í öllum kosningum og að miðað sé við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Skoðun
Fréttamynd

Logi segir ríkisstjórnina skauta fram hjá atvinnuleysinu

Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina skauta framhjá atvinnuleysinu í fjármálaáætlun sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Atvinnuleysið væri aðal úrlausnarefnið eftir kórónuveirufaraldurinn og hefði áhrif flestar þjóðhagsstærðir.

Innlent
Fréttamynd

Hver græðir?

Eitt af einkennum hægristjórna er að ráðast að eftirlitsstofnunum og veikja þá aðila sem standa vörð um almannahag með öllum ráðum. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning.

Skoðun
Fréttamynd

Samfylkingin þurfi „að spýta í lófana“

Sósíalistaflokkur Íslands mælist enn á ný inni á þingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Flokkur fólksins næði ekki inn á þing og fylgi Samfylkingar dalar.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig bætum við þjónustu við eldra fólk?

Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu).

Skoðun
Fréttamynd

Óþolandi staða

Efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs sem þarf að hafa burði til þess að bera saman afurðaverð á erlendum mörkuðum og afurðaverð hér á landi. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rósa Björk: Ætlum við að klúðra stöðunni?

Svandís Svavarsdóttir segir löngu tímabært að Íslendingar fái upplýsingar um afhendingaráætlun bóluefna fyrir næsta ársfjórðung. Gert er ráð fyrir að fjörutíu og þrjú þúsund manns verði bólusettir í lok mánaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Vanmetinn „hálftími hálfvitanna“

Umræður um störf þingsins fara nú fram einu sinni í viku en ekki tvisvar eftir að skipulagi þingvikunnar var breytt í tilraunaskyni. Þingmaður Pírata gerir athugasemd  við það og segir umræðuna dýrmæta fyrir lýðræðið.

Innlent
Fréttamynd

Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa.

Innlent
Fréttamynd

Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Lilja þurfi að svara fyrir á­kvörðun um á­frýjun

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra verða að svara því hvers vegna hún ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar jafnréttismála stæði óhaggaður. 

Innlent
Fréttamynd

Frá Vinstri grænum og til Bænda­sam­takanna

Kári Gautason hefur verið ráðinn til Bændasamtaka Íslands þar sem hann mun koma að úrvinnslu og greiningu hagtalna landbúnaðarins, ásamt því að koma að hagrænum greiningum sem tengjast umhverfis-, loftlagsmálum, fæðuöryggi og tryggingamálum.

Viðskipti innlent